Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 151
NOREGUR.
153
sjálfsagt að ráði stjórnarinnar — að synja staðfestingar i þriðja
sinn. En voru uú gjörðir þingsins ónýttar, eða skyldi hið þriðja
neikvæði konungs gera ræka þrítekna samkþykkt þingsins? Hefir
ríkisskrá Norðmanna veitt konungi þeirra ókviðjandi neikvæðis-
rjett á breytingum hennar, eða hefir hún ekki? Ymsir lög-
fræðingar hafa bæði á fyrri og seinni tímum reynt að leysa úr
spurningunni, en úrlausnin hefir farið i gagnstæðar áttir. 1815
hafði Steenbuch, prófessor { lögum við háskólann i Kristjaníu,
kennt mönnum, að neikvæði konungs væri að eins frestandi
gagnvart rikislagabreytingum, eða sama gildis og gagnvart
öðrum laga nýmælum, en ekki ályktandi. 1833 hafði Stang,
sem þá var lektor i lagakennslu við háskólann, komizt á sömu
niðurstöðu, síðan fleiri lögfræðingar, t. d. Munch Rseder og
Winther-Hjelm, assessor í hæstarjetti, og 1841 tólc Örsted, lög-
vitringurinn danski, þvert fyrir, að minnsta átylla fyndist i
ríkislögum Norðmanna fyrir ályktandi neikvæði konungsins, en
kvað auðsætt, að slíkt hyrfi frá „anda“ þeirra og stefnu. 1845
risu upp nýir fræðendur. Málafærslumaður stjórnarinnar, Dun-
ker að nafni, var sá fyrsti sem hóf neikvæðiskröfuna konungi
til handa, og siðan hefir að þeirri kenningu hneigzt allur þorri
hinna yngri lögfræðinga í Noregi. Stang sjálfur hjó sinn akkeris
streng i sundur og sogaðist inn i strauminn. það var ekki
neinn nýr aldarstraumur; nei, það var gjögurstreymi gamalla
tima, endurvöknuð göfgun konungdómsins, trú á athvarf hjá
konungvaldinu, á meginfestu stjórnarfarsins, ef konungurinn
fengi fastara taumhald gegn þjóð og þingi. það var, með
öðrum orðum, vantraust til þjóðarinnar, að hún gæti stýrt
málum sínum til giptu og gengis, og enn fremúr: ótti fyrir því
— sem síðar hefir verið hreint og beint fram borið —, að
hún mundi slíta Noreg úr tengslum við Sviþjóð, og láta svo
rikið reka eins og stýrislaust skip fyrir straumi og stormum.
það er þessi hugarburður lögfræðinganna, embættaflokksins og
hins konungtrúaða borgarlýðs, sem konungar Norðmanna hafa
notað, þegar þeir vildu færa sig upp á skaptið og efla drott"
invald sitt i Noregi. það var þetta sem bjó undir, með fram
hinu að gera Noreg að undirlægju i sambandinu, er farið var