Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 144
146
DANMÖRK.
loptið er þeim þar ekki heilnæmt, því þeim hættir þar við bólu
og annari sýki. Undir haustið sneri Holm og sveitungar hans
aptur til Nanortaliks og bjuggu þar um sig til vesturvistar, en
ætluðu sjer að leggja aptur á könnunarferð með sumrinu þ. á.
— Sigling Hovgaarðs austur með Asíu eða á þær könnunar-
stöðvar, sem helzt var til hugað, tókst ekki. Ar var nær því
liðið frá því er nokkur áreiðanleg fregn barst af ferð hans,
þegar hann kom aptur til Varðeyjar, og því þótti hann þá úr
’nelju heimtur. Hann hafði dvalið nolckra stund við ströndina
á Nóva Semlja, og ef til vill, að þvi sumir ætluðu, lengur enn
góðu gegndi. þegar hann síðan sótti austur i Kariska hafið>
dró isinn svo saman, að allar leiðir luktust og Dijmphna —
skipið hans — upp á siðkastið inni í isnum. þar sat það
fast á tólfta mánuð, en skamt þaðan frá lá annað skip,
Varna að nafni, frá Noregi. Á norska skipinu voru og hafleiða
kannendur, frá Hollandi. þessir isbandingjar höfðu tal hvorir
af öðrum, og hjeldu samgöngum sín á meðal, en í desember
gerðist stormviðrasamt, og við það brotnaði ísinn á ymsum
stöðum, og gerðist þá opt isrek og þrýstingur að skipunum,
og var svo á hverri stundinni við sýnni hættu búið. það
urðu líka forlög norska skipsins, að það nistizt eða liðaðist
sundur aífangadag jóla. Skipshöfnin gekk þá til hælis á
Dijmphna, og bjargaði þangað svo föngum sinum og öðru, sem
við mátti komast. I janúar kyrrðist veðráttan, og hjelzt það
fram á sumar. Skipshöfnin af norska skipinu, sem sökk með
öllu í júlí, er isinn losnaði, skildist við fjelaga sína 1.
ágúst og leitaði lands með farangur sinn, sleða og báta, þar
sem bíða skyldi ferðafæris heim á leið, eða halda þaðan
þegar. Dijmphna átti enn miklar þrautir fyrir höndum. Skrúfan
brotnaði á jaka, og svo komst skipið á langvinnt rek i ísnum,
en seglinj komu þá að eins að nokkru haldi, er byrinn gerðist
stinnur. Eptir mikla fyrirhöfn hafði tekizt að búa til nýja
skrúfvjel, en hennar naut ekki lengi áður enn hún bilaði (14.
sept.). Eptir það rak skipið lengi í ymsar áttir, en bar þó
helzt vestur á bóginn. I mánaðamót gerðist hvassviðri af
norðri, og það var sá byr sem skilaði Dijmphnu aptur til