Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 83
SPÁNN.
85
lestrargreinirnar voru úr evangeliunum. f>á mun henni hafa
verið lítill gaumur gefinn, en nokkur þúsund exx. keypti bók-
sali á Englandi, en af ógáti — svo segir sagan — fluttust
aptur til Spánar (Barcelónu) eitthvað um 1300. Kassana fluttu
rnenn til geymzlu í tollhús borgarinnar, en þegar eigandinn
krafðist þeirra aptur, þá var svo mikið tollgjald heimtað, að
hann sleppti kröfum sínum og Ijet um bækurnar fara sem
verkast vildi. En hvað skyldi nú við gera? Yfirvöldin sáu,
að bókin var ískyggileg, og leituðu úrskurðar stjórnarinnar.
Ráðherrunum kom saman um, að bókin væri ekki löghelg
sökum lestrargreinanna, samkvæmt lagafyrirmælum um rjett-
indi prótestanta á Spáni. Að selja hana á uppboðsþingi, til
að ná tollgjaldinu, þótti ekki ráðlegt, og því var úrskurðað, að
henni skyldi i eldi fyrir komið. Bálför evangelíanna fór fram
i garði tollkússins á Jakobsmessu, hátíðardag Spánar, því post-
ulinn er árnaðarmaður þessa lands. Hins þarf ekki að geta
að hingað streymdi múgur og margmenni, og ljet mjög fegins-
lega yfir þeirri landhreinsun.
Portúgal
Efniságrip: Rjettarkvaðir við Kongó. — Endurskoðun ríkislaga.
— Ferð konungs til Spánar.
Eins og á er minnzt í hinum almenna kafla frjettanna,
telja Portúgalsmenn til rjettar á löndum langt upp með Kongó
i Afríku. f>eir segja, að siglingamaður frá Portúgal, Diógó
Gam að nafni, hafi fyrstur allra fundið þetta fljót 1486, en
þeir hafi siðár (á 16 öld) haft mikil viðskipti við Kongólendinga,
og einn af konungum þeirra hafi verið þeirra bandamaður á
móti ymsum konungum efra við fljótið, en einn þeirra hafi
verið forfaðir þess Makókós, sem samdi við de Brazza um
landsafsöluna til Frakka. Portúgalsmenn vissu, að Englend-