Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 25
ENGLAND.
27
land að einskonar útvígi eða forvirkja belti Indlands í þá átt,
sern til Rússa veit, og í því skyni var herförin farin. það hef-
ir með öðru fleira þótt sýna, að Gladstone tryði Rússum mun
betur enn Disraeli gerði, að hann setti þann mann á veldis*
stól á Afganalandi, „Emirinn11 Adúrrhaman, sem var bezti vin
Rússa, og kvaddi svo herinn á burt, sem Englendingar ættu
hjer um ekkert að sýsla, en blöð Vigga töluðu mart um, að
hjer væri mikið „afráð goldið!I fyrir vanhyggju og flan Tórý-
stjórnarinnar. En nú verður ekki betur sjeð, enn að Vigga-
stjórnin hafi sjeð sig um hönd, og henni þyki nú ráðlegast að
gera jarlinn eða „Emírinn11 Englandi svo hollan og sinnandi,
sem vinnast má, því í sumar hjet hún honum drjúgum fjestyrk
á hverju ári, en ætlazt til á móti, að hann haldi vel saman
riki sinu og láti ekkert undan sjer ganga, neyti fjárins til hers
og landvarna, og hafi sem beztar gætur á öllum tiltektum
Rr'issa. Vera má, að þeim Gladstone bregðist ekkert í þessu
efni, en nokkru síðar enn þetta komst i kring, urðu Rússar
hlutskarpari þar eystra, eða i Miðasíu, §nn Englendingar hafa
við búizt, er allir Tekke-Turkómanar og borg þeirra Merw hafði
gengið á hönd Rússakeisara. Rússar hafa svo skotið fram
landamerkjum sínum i námunda við Herat og að Afganalandi
eða „portum Indlands11, sem Disraeli kallaði það land.
„Skirnir" hefir opt minnzt á, hversu mjög Englendingar
kosta kapps um uppfræðingu og framfarir í betri og mannúð-
'egri siðum i enum miklu landeignum sínum á Indlandi. En
að sama hófi sem slíku skilar áleiðis og landsbúar kynnast
stjornarfari Englendinga, vakna þeir við náttúrlegum kvöðum
eða þeim sem lúta að meiri þegnrjettindum og sjá'.fsforræði. Á
þessu hefir bært mun meira undanfarið ár enn nokkurn tima
fyr■ Indverjar hafa gengið ákaft eptir heimild á að sitja i
dómum, hvort sem dæmd eru mál enskra manna eða þarlendra,
enda hafa Englendingar sjálfir gefið þeim hjer undir fótinn. I
stjórnarráði varakonungsins á Indlandi á sæti (æfilangt) sá
maður, sem Ubert heitir. Hann hefið samið lögbók fyrir Ind-
land, og er þar sama til tekið, sem landsbúar krefjast um dóm-
ana. Varakonungurinn, Nípon lávarður, fylgir fast þessu máli,