Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 65
FRAKKLAND.
67
sem þangað voru komnir til fregna frá svæsnustu blöðunum í
París Fundarmenn sögðu, að þeir væru ekki öðrum níðing-
unum betri, sem færu með „iygar um fólkið“. Maður úr
borgarráðinu, Guyot að nafni, stýrði fundi múrsm/ða, og rjeð
þeim frá í ræðu sinni öllum þ}'s og bramli á strætum. í ræð-
unni brutust nokkrir verknaðarmenn inn i salinn, en með þeim
tvær kvensniptir1), drógu hann niður úr ræðustólnum, tættu af
honum fötin og ljeku hann svo illa, að lögæzlumennirnir komu
rjett i tækan tima til að bjarga lífi hans. Og þessi maður var
þó úr lýðskörunga tölu, og var við ritstjórn blaðsins „Lanterneu,
eins þeirra sem Rocheford hefir stofnað. Stjórnin galt svo
varhuga við og hafði alstaðar hersveitir á verði, að eklcert varð
úr stórræðunum 18. marz. Frekjumenn urðu því að láta sjer
nægja að minnast afreksverkanna þanndagl871 í samdrykkjum,
og svala móði sinum með gifuryrðum. Eitt samsætið áttu
sósíalistakempur stúdentanna, en þar endaði fögnuðurinn í
rifrildi og uppnámi, er einn þeirra tók að bannsyngja Gam-
bettu, og kallaði hann landráðamann. Louise Michel, „val-
kyrja“ byltingarinnar 1871, sem „Skírnir“ kallaði hana einu
sinni, tók þátt í róstufundunum framan af, og var þar eggjandi
fremst i flokki, er verknaðarmenn brutust inn í bakarabúð og
ræntu brauðinu. Eptir það fór þún huldu höfði í París, en
kom í leitirnar ,i lok marzmánaðar. Hún var þá dregin fyrir
dóm og dæmd til 6 ára varðhaldshegningar. Auk þess að mönnum
hafði gramizt herðing hegninga fyrir ítrekuð afbrot (o; til vist-
ar i Nýju Kaledóníu) var það með fram orsök ósþektanna, að
fram eptir árinu kenndi meira atvinnubrests, já, sultar og seyru
meðal verknaðar fólksins, enn það hafði átt að venjast á næstu
fyrir farandi árum. Um sumartimann bryddi litið sem ekki á
óspektum af hálfu verkalýðsins i París eða öðrum borgum.
jiað sem út af bar, gerðu óstjórnarmenn á sjálfan þjóðhátíðar-
’) Önnur þeirra var Paula Minck, sem nefnd er í • Skírni» 1881, 48.
bls. Hún er ekkja og á sjer son. en vildi fyrir nokkru breyta nafni
hans ög kalla hann; Lúcifer, Satan Vercingetorix Minck (!).
5*