Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 74
76
Ítalía.
Efniságrip; Sambandið við J>ýzkaland og Austurríki. — Af her
og landvörnum. — Viðtal konungs og manns frá Ameríku. — Dýflissuvist
bandingja. — Stigamenn á Sikiley. — Raphaelshátíð. — Frá páfa. —
Mansslát.
Að framan er sagt frá, að Italía hafi látið þættast í þá
tnegingjörð friðarins í 'Evrópu, sem þýzkaland og Austurríki
hafa brugðið. „Hjer er oss gott að vera“, segja margir menn
á Italiu, en þó eru það fleiri enn „irredenta“ menn (þeir sem
vilja heimta öll ítölsk lönd til Italíu) sem segja, að stjórnvitr-
ingar Itala „hafi gefið of mikið fyrir pípuna.“ Italía hafi
skuldbundið sig til að gefa upp allar kvaðir til Austurríkis,
hepta allar tiltektir irredenta íjelaga, eða annara óróaseggja, en
tekið ekki annað i staðinn, enn fulltingisheit, efþeir(o: Frakk-
ar) skyldu á hana leita, sem allir vita, að slíkt kemur aldri
til hugar að fyrra bragði1) Frakkneska blaðið „Temps“ (stjórn-
arforsetans, Jules Ferrys) tók nokkuð áþekkt á þeim tíðindum.
J>að vildi ekki neita, að Italir beindust til með hinum til að
þoka Frakklandi i einangur, en sagði ekki ósennilega, að þetta
væri í raun og veru báðum ríkjunum til ámóta hagnaðar.
Friður við alla væri Italíu eins hollur og hagstæður og öðrum
þjóðum, og Frökkum mætti að eins þykja vænt um, er Itatalir
iitu tii þeirra eins friðlega og sáttsamlega og til annara þjóða.
f>eir Depretis, stjórnarforsetinn, og Mancini hlutu að greiða
*) J*að sem irredentamenn heimta, hefir stjórnin sjálf einn tima látið
upp kveðið, þó lágt færi. J>að var á sáttmálafundinum í Berlín
1878, að Cairoli impraði til við Bismarck, hvort ekkert gæti hrotið
af handa Ítalíu, þegar Austurríki fengi Bosníu og Herzegóvinu.
Bísmarck brást snöggt við og sagði: *Hvað er nú? hefir Ítalía
beðið nýjan ósigur?» — Sneið að þvi, er Ítalía hlaut svo mikið
þrátt fyrir ósigurinn í orrustunum við Custozza og I.izza.