Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 148
150
DANMÖRK.
mörk og Sljesvik. Thorsen var i Arna-Magnússonarnefndinni.
— 3. júní dó Israel Levin, danskur málfræðingur, sem a.uk
ritgjörða um „hljóðfræði“ og „kynfræði“ í danskri tungu og
útgáfna eldri danskra bóka, heíir látið eptir sig safn til
danskrar orðabókar, sem honum var falið á hendur að semja
1858. Hann fjekk til þess ársstyrk úr ríkíssjóði, sem hann
hjelt siðan til dauðadags. f>að er nú komið í „Konungsbóka-
safnið“. — 14. júli dó iðinn og ágætur fræðimaður, Svend
(Hersleb) Grundtvig, kennari við háskólann i norrænu,
Hann var annar elzti son Grundtvigs bislcups (f. 9. sept. 1824).
Hann Iagði þegar í æsku stund á fornmálið, kynnti sjer
snemma sögur Islendinga, alþýðusagnir og alþýðuljóð Dana
og annara þjóða frá fyrri öldum. Hann fylgdi föður sínum til
Englands og Skotlands 1843, og safnaði þar bæði alþýðlegum
ljóðum og fornsögum, og hafði þá þegar tekið til þess starfa
heima. f>að mun mega fullyrða, að kunnátta hans hafi ekki
verið minni í norrænum, enskum og þýzkum fræðum frá fyrri
öldum, en i fræðum Rómverja og Grikkja, þegar hann tók
stúdentsprófið 1846. 1848 var hann einn af sjálfboðaliðum í
her Danmerkur, og fjekk bezta orð á sig fyrir hugrekki og
hraustlega framgöngu. Arið á eptir komst hann í fyrirliðastöð
og stýrði síðan sveitum i ymsum orrustum, t. d. Idsteðsbardaga
1853 leysti hann sig úr þjónustu í hernum og tók þá aptur til
bókiðnanna, og 1856 voru út komin 2 fyrstu bindin af hinu
mikla bókverki hans, ,,Danmarks gamle Folkeviser“. Að því
vann hann stöðugt síðan, en það var ekki allt á prent komið,
er hans missti við. Prentuðu kvæðin eru í 4 bindum og
tveimur heptum (1880). Auk þess liggja eptir hann ymsar
ritgjörðir, útgáfa Sæmundar Eddu og skáldrita föður hans, e r
eigi voru alprentuð, þegar hann dó, en komin þegar í 5 bindi
stór. 1863 varð hann kennari við háskólann i norrænu og
nærrænum bókmenntum. — 24. júlí dó myndasmiðurinn Jens
Adolph Jerichau, f. (i Assens) 17. apríl 1815. Hann var
einn hinn frægasti á þessari öld af myndasmiðum Dana eptir
Thorvaldsen. Af likneskjumyndum hans nefnum vjer: „Adam
og Evu (eptir syndafallið)“, „Herkules og Hebu ‘, „Pardusdýra