Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 159
SVÍíJÓÐ.
161
í fjelög til bjargar hverir við aðra og sameiginlegs hagnaðar.
Hann hefir hugsað sjer þenna samverknað helzt þvi áþekkan,
sem á sjer stað á Englandi í „samkaupandafjelögunum“ (sbr.
„Skírni“ 1883, 18. bls.). Hann hefir þegar komið miklum sam-
tökum á góðan rekspöl i þessa stefnu. Upptökin gerðust í
Stokkhólmi með því móti, að iðna- og verknaðarmenn rjeðu
það með sjer, að forðast sem heitan eldinn alla veitingar- og
sölustaði brennivínsfjelaganna. J>aðan færðust þau samtök út
um allt land. Bandalögin kölluðust „ringaru (hringir, eða
hvirfingar), en það var fyrir frammistöðu og fortölur Smiths,
að þau sveigðust að nytjameira verkefni. Ilann byrjaði i
Stokkhólmi og ' skipaði þar um fyrir fjelögin matsuðuskála
(„Dampkjökkmer“) með bofðstofum, skrifstofur til að vísa á
atvinnustarfa, eða gangast fyrir stórkaupum matvæla erlendis,
og fl. þessh. Eptir þessu breyta íjelögin í öðrum borgum.
|>ar að auki hefir hann stofnað banka fyrir verknaðarfólkið, en
út frá honum dreifast aukasjóðir um allt ríkið. þeir verða
bæði lána- og ávaxtasjóðir verknaðarfólksins, og af þeim skal
fje tekið til stórkaupanna. Svo greiðlega gekk um samskotin
til bankans og mátti þó ekki byrja með minna enn 250,000
króna, að hann hafði fengið staðfesting konungs fyrir árslokin.
J>ess er krafizt í lögum fjelagsins, að þau skuli alls ekki gefa
sig við neinum ágreiningi, sem varðar trúarefni eða landstjórn,
en aðeins þvi er lýtur að betri heimilishögum og framförum
verknaðarstjettarinnar. Bindindis er ekki krafizt, en hófsemdar
og sparnaðar.
Af fjármegunarástandi Svía við árslok 1882 skal þetta
greina (eptir skýrslum): Uppskeran nam að verði 269 millíónum
króna (móti 209 árið á undan, tollgjaldið 21,100,000 (móti
29,250,000 árið á undan). Ný hlutbrjefafjelög stofnuð með
innstæðu eða stofnfje á 35 millíonir, en það reiknað til 58. I
ríkisbankanum var innstæðan (í árslok 1882) 228/io mill,
(i gulli og silfri), en í öðrum bönkum 87/io mill. Geymslu-
fje í öllum bönkunum samt. 2334/io mill. — Brennivínsgerðin
komst á 35V* miil. lítra (1 lítri rúmur pottur, eða l9/*6o).
11