Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 49
FRAKKLAND.
51
Meiri hlutinn í fulltrúadeildinni fjellst á þá yfirlýsingu, eða
ályktargrein, að þeir væntust af ráðaneytinu nýja tilhlýðilegra
og einbeittlegra ráðstafana gegn prinsunum. A Jules Ferry
og hans skörungskap hefir opt verið minnzt í „Skírni“, og
sjerílagi er sagt af framgöngu hans móti klerkdóminum í árgöng-
unum 1880 og 1881. Hann var i „varnarstjórninni" 1870— 71,
og sýndi þá opt frábæran kjark og hugrekki. Vjer munum
og síðar tjá nolckuð af skörungskap hans í forstöðunni fyrir
ráðaneytinu. Flestir þeirra, sem hann gerði að sínum sessu-
nautum, voru af Gambettuliði, og tveir þeirra höfðu verið í
hans ráðaneyti. Thibaudin, sem áður er nefndur, hjelt sínu
embætti. þessi maður var einn af fyrirliðunum í her Frakka,
sem urðu i herleiðingunni til jpýzkalands 1870. þjóðverjar
áttu það undir drengskap hans og heiti, að þeir lofuðu honum
að leika lausum hala, en hann gekk á orð sín og strauk þegar
færi gaf; barðist síðar á móti þeim i Lygruhernum. J>etta
þykir enn flekkur á hans hermanns virðingu. þ ó maðurinn
sje mesti garpur og hefði frægð af framgöngu sinni í
stríðinu og forustumennt, furðaði marga á, er þeir Falli-
éres seldu honum landvarnarmálin i hendur, en þýzku
blöðin virtu það kjör til styggðar og storkunar við þýzkaland.
Sumir sögðu hann fyrir þá sök fram fyrir aðra tekinn, að hann
myndi siður enn aðrir hlífast við prinsana, ef svo bæri undir.
Hann stóð allutarlega i fylkingararm vinstrimanna.1) Við
utanríkismálum tók Challemel Lacour, einn af öllum þeim
mönnum, sem settir voru í dýflissu, þegar Napóleon þriðji
brauzt til valda, og síðan reknir af landi. Hann fjekk heim-
komuleyfi 1859, en sættist aldri við keisaradæmið. Hann
hafði verið sendiboði þjóðveldisins, fyrst í Bern (á Svisslandi),
og síðar í Lundúnum.2) Jules Ferry lýsti yfir því á þinginu,
að deilumálin skyldu niður falla, en stjórnin mundi neyta eidri
') J>eim Ferry bar svo á millí siðar, að hann varð að sleppa embætti
(í október).
*) Hann sýktist i nóvember, og tók Ferry þá að sjer Utanríkis-
málin.
4*