Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 48
50
FRAKKLAND.
sem halda þeim enn, að hermála ráðherranum undan skildum,
sem síðar skal á vikið. Um það er Napóleon prins var hafð-
ur í fangelsi, kom mesti ys á óþreyjulýðinn og frjekjuflokkana,
sem vita mátti, og hver kvitturin kom nú upp á fætur öðrum
um heimuglega fundi einveldissinna og launræði Orleansprins-
anna gegn þjóðveldinu. Hvorttveggja gaf aptur tilefni til
mikils hávaða á þinginu og mikillar rekistefnu meðal þingdeild-
anna. Duclerc og hans ráðanautum þótti ekki annað ráð, enn
að bera upp nýmæli gegn ófriðarráðum, hvort sem þeirra kenndi
í blöðunum eða í frekari tiltektum. Sumum þótti lint að kveð-
ið, öðrum of harðtækilega, en hinurn yztu vinstra megin þótti
ekki við annað kommanda, enn að allir prinsar yrðu gerðir
landrækir. þegar er málið kom frá nefndinni, treystist Duclerc
ekki að halda í á móti enum frekari i vinstra flokki, og bað
Grévy um að ljetta of sjer byrði og vanda, með fram fyrir
lasleika sakir. Ráðherra innanríkismálanna, Falliéres að nafni,
tók að sjer forstöðu ráðaneytisins, en sá við hermálum, er
Thibaudin heitir. Nú lenti í langri streitu, og niðurstaðan varð
loks sú, að prinsarnir skyldu hvorki mega kjósa til þinga nje
gegna neinum embættum í her eða umboðsstjórn, og skyldu
þar að auki rækir úr landi, þegar stjórninni þætti nauðsyn til
bera. þegar nýmælin komu til öldungadeildarinnar, varð sú
raunin á, að nálega enginn vildi á þau fallast. Hjer kom nú
nýtt breytingastapp, unz deildin gekk lolcs að uppástungu
Waddingtons, en hún dró aptur svo úr nýmælunum, að fulitrú-
unum þóttu þau hvorki hrá nje soðin. þeir reyndu nú að
þræða nokkuð bil beggja, en allt fór á sömu leið, þegar málið
kom á ný til öldunganna. Nú var það Falliéres, sem þreyttist
á þófinu, og nú ljet Jules Ferry að bón Grévys, og kom saman
nýju ráðaneyti. Hjer var lika i meira óefni komið, enn lengi
hafði átt sjer stað, er málið var orðið að svo miklu þrádrátt-
armáli með þingdeildunum. það þótti nú vera berara enn
áður, hversu hollan hug margir bera til Orleansprinsanna í
öldungadeildinni, og að jafnvel margir af þjóðveldismönrmm í
þeirri deild trúa þeim betur, enn margir ætla þeir eigi skilið.