Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 135
DANMÖRK.
137
inn“ og ,.landsdeildina“: „Konungurinn kýs ráðherrana !“
„Báðar þingdeildir jafnar að heimildum!11 það eru orðin, sem
lifa til hinztu stundar á vörum hægrimanna. |>ó þeir láti sem
minnst á bera, eða hafi það ekki í hámælum, virðast þeir
aðhyllast kenningu Bismarcks, sem hann beitti við fulltrúadeild-
ina í Berlin 1866: „Konungurinn er einn liður löggjafarvalds-
ins, herradeildin annar, þriðji fulltrúadeildin; k -j- h -- 2;
tveir at móti einum: afi skal ráða!“ Einu eiga þeir örðugt
með að svara, því sem sje: hversvegna stjórnin sjálf hafi hleypt
upp þingi og freistað að ná nægu atkvæðaliði. þeir segja
reyndar: „málið, sem þá skildi á um, var svo áríðandi, ríkinu
stóð á svo miklu, að ráðherrarnir máttu einskis ófreistað láta.“
— „En því freistuðu þeir þá ekki hins lika, að fara frá stjórn-
inni og lofa öðrum að komast að?“ — „Fara frá?“ það er
konungurinn, sem víkur ráðherrunum úr sæti!“. Svo höggur
hjer í sama far, og úr því komast hægrimenn ekki. |>eir rausa
mikið um visnunarpólitík, og hún er hörmuleg að sönnu, en
þeim er á sjálfsvaldi, að henni linni. þegar menn minna þá
á1), hvað Macaulay hefir sagt um tímabilið á Englandi 1699
til 1705, að þar hafi þá verið stjórnarlaust í raun og veru, af
þvi stjórnin gat engu framgengt fengið sökum mótstöðu meiri
hlutans í fulltrúadeildinni, og hann bætir þvi við, að slikt sje
hverju landi til böls og ógæfu, og það sje betra að hafa stjórn
með lítilsigldari mönnum eða lakari, sem hafa traust þings
og þjóðar, enn snillingastjórn, sem engu kemur áleiðis — þá
er þessu engu svarað, eða menn heyra viðkvæðið gamla: „það
var á Englandi, hjá oss hagar öðruvísi til.“ Að einu leyti
má kaila, að þetta standi heima: álit hægrimanna í Danmörk
standa stök sjer, og við þau munu fæstir kannast, þar sem
þingbundin stjórn er í lög leidd.
Vjer förum afarstuttlega yfir þingsöguna. ■ það er visnunar-
saga. Af 48 frumvörpum til laga, sem stjórnin lagði fram til
umræðu í fólksdeildinni, lágu 35 ohreifð í skrínum nefndanna,
þegar þinginu var slitið 18. apríl. 5. dögum áður voru fjár-
) Og það gerði eitt blað vinstrimanna fyrir skömmu.