Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 115
RUSSLAND.
117
Tsjitsjerín, prófessor i lögum og var forseti fyrir borgarráði
Moskófu. Hann hjelt djarflega ræðu í einu gildinu, og sagði
hreint og beint, að það eina færði ástand Rússland i betra horf,
ef stjórn þess nyti samverknaðar af hálfu þjóðarinnar. Oblessun
þess væri, að þetta vantaði, og af þeim rótum hefði glæp-
urinn verið runninn, um framinn hefði verið 13. marz 1881
(morð Alexanders annars). A einum stað komst hann svo að
orði: „Pjetur mikli kallaði Rússland musteri i eyði lagt, sem
þarfnaðist þess meistara, er kæmi steinunum og öllu aptur í
samt lag, reisti upp aptur það hús, að velfarnan þjóðarinnar
ætti undir þaki þess öruggt hæli. Rússland er i dag, eins og
í þá daga, rústir mikils húss, og smiðsins væri eins vant nú
og þá. En fyrir smíðinni eða endurreisingunni ætti nú að
trúa fulltrúum þjóðarinnar, því í þeirra höndum lægju forlög
Rússlands11. Á öðrum stað sagði hann, að fólkið væntist þess
af hinum krýnda drottni sinum, að hann mundi leiða i lög þing-
stjórnarskipan á Rússlandi. Slík ummæli ljetu illa í eyrum
Zarsins og ráðherranna, og Tsjitsjerín var þegar gefið i skyn,
að honum mundi ráðlegast að beiðast lausnar frá embætti
sinu, og það hlaut hann af að taka, og fara til búgarðs, er
hann á i öðru fylki. það varð honum þó að nolckurri hugnun,
er borgarráðið gerði hann að heiðursborgara i Moskófu.
J>ann dag, er Tsjitsjerin hjelt ræðu sína, ritaði Aksakoíf — sá
postuli slaínesks þjóðasambands, sem stundum ér getið í undan-
farandi árgöngum þessa rits — grein í blað sitt (,,Rússann“) um
sama efni og skoraði á keisarann að gerast sá bjargvættur
Rússlands, sem svo mjög lægi á. Fornvinur hans Katkoíf tók
boðaði hann uppgjöf óborgaðra skatta, landskulda af ríkisjörðum
og bótagjalda. J>ar er líka beðið til Guðs fyrir keisaranum, að honum
mætti auðnast að efla saúna trú, skyldurælct fölksins og lagahlýðni, en
halda uppi griðum og friði, velmegun og veg ríkisins. En því var
við bætt, slík gipta og blessan hlyti að streyma frá ótakmörkuðu
alveldi Zarsins, sem Guð hefði gefið bæði vizlcu og þrótt til
slíkrar afrekunar.