Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 170
172
EGIPTALAND.
og hafði þjázt af vatnskorti. Hjer ljet hann ginnast inn í
einskonar skógarkvos, þar sem óvígur her stóð hulinn umhverfis
á allar hliðar. J>ar tókst grimmasti bardagi (3. nóv.) og stóð
svo á þriðja dag, unz allt lið Hicks var fallið. í þeim va!
lá hann sjálfur og fylgiliðar hans eptir hraustustu vörn. það
voru að eins fáeinir menn, sem komust lífs undan og á flótta
til óhultra staða; en óvist, hverju trúa má af slíkra manna
sögnum, eða hvað þeir hafa sjeð af atburðunum. þann 6.
nóvember höfðu hersveitir spámannsins — fyrir þeim sá höfð-
ingi, sem Osman Digma heitir — strádrepið 6—7 hundruð
af egipzka liðinu, sem hjelt stöð til Iandgæzlu við bæinnTókar
á ströndinni við Rauðahaf. Samdægurs hafði önnur deild
uppreisnarmanna ráðizt á Súakin (eða rjettara: Sauakin), helztu
hafnarborg við hafið 10 mílum norðar, en varð að hörfa aptur.
það var sagt, að egipzka sveitin hjá Tókar, hefði Iátið drepazt
sökum bleyði og hugleysis. Hermennirnir höfðu þegar kastað
vopnunum frá sjer, runnið á flótta eða varpað sjer niður á jörð-
ina og beðizt griða, þó engra væri að vænta. Englendingar
sáu, að hjer horfði ekki efnilega, og því ljetu þeir Egiptajarl
hraða þegar hersendingum suður að verja strandarborgirnar,
því þær mætti Mabdiinn aldri eignast, eða ráða ströndum fram
með „leiðinni til Indlands11. Til útgöngu ársins urðu ekki fleiri
tíðindi, en það var þá orðið ráð stjórnarinnar á Englandi, að
halda að eins jarðrinum fram með Rauðahafi undir Egiptajarl,
og leggja þar ailt við, en hvað hinn partinn af Súðan snerti,
þá skyldi elcki frekara freistað, svo að mikið yrði i sölur fyrir
lagt, enn að koma þaðan undan kristnu fólki og hersveitum
F.gipta. Vera má, að næsti „Skírnir“ eigi það að segja frá
Egiptalandi, sem verður bæði Englendingum og Egiptum betra
til frásagnar, en það sem nú er hermt.