Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1905, Side 60

Skírnir - 01.04.1905, Side 60
156 Leturgerð og leturtegundir. þau átt að sýna í hve mörgum orustum höfðinginn liefur verið eða hve mörg sár hann hefur fengið í þeim. Standi t o t e m hans á höfði, táknar það að hann sé dauöur, og snýr það því jafnan svo á legsteinum. En það eru ekki Indíánar einir sem nota mvndaletur enn í dag. Það tíðk- ast enn hjá Eskimóum, hjá íbúum Nikobareyja, á Celebes, og flestum Astraleyjunum. Og alstaðar kemur fram sama tilhneiging, að gera myndirnar sem einfaldastar og óbrotn- astar. Hvergi hefur sú stefna þó orðið eins rík og á Páska- eynni. A þeirri ey hefur skapast myndaletur er í mörgu svipar mjög til stafagerðar. Er það rist á trjáflögur, sem kallast »talandi tré«. Þetta letur er alleinkennileg tákn, sem sett eru í samhliða línur, er ganga til skiftis frá hægri til vinstri og frá vinstri til hægri, eins og á forngrískum áletrunum. Hingað til hefur engum tekist að ráða táknin á þessu »talandi tré«. Hefðu þarlendir menn kunnað það, þá hefði mátt yfirstíga örðugleikana með aðstoð þeirra. En þeir kunna engin deili á þessari leturgerð, sem hjá forfeðrum þeirra virðist hafa náð svo mikilli fullkomnun. Mynda- letrið er sem sniðið eftir andlegum þörfum frum-þjóðanna; verði það annað og meira — táknaletur, sem ekki styðst við myndir og uppdrætti — fer skilningur þeirra á því oftast fljótt forgörðum. En í þess stað eru þeir svo naskir og skarpir í því að skilja mvndaletur, að mentamennirnir standa þeim langt að baki í því. Þess vegna hafa Ev- rópumenn líka oft reynt að gera þeim sig skiljanlega með myndeletri. Eyrir hér um bil 70 árum komu upp daglega að heita mátti blóðugar deilur á Van Diemenslandi milli þarlendra manna og hvítra manna. Enski landsstjórinn gaf þá út yflrlýsingu, til þess að reyna að binda enda á þessar skærur. I þessari yfirlýsingu voru fjórar mynda- raðir, eins og 2. mynd sýnir. Svo sem sjá rná, á fyrsta myndin að tákna það að nú er friður. önnur, að þarlendir menn, sem friðinn halda, fái góðar viðtökur hjá landsstjóranum. Þriðja, að hver svart-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.