Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.04.1905, Qupperneq 60

Skírnir - 01.04.1905, Qupperneq 60
156 Leturgerð og leturtegundir. þau átt að sýna í hve mörgum orustum höfðinginn liefur verið eða hve mörg sár hann hefur fengið í þeim. Standi t o t e m hans á höfði, táknar það að hann sé dauöur, og snýr það því jafnan svo á legsteinum. En það eru ekki Indíánar einir sem nota mvndaletur enn í dag. Það tíðk- ast enn hjá Eskimóum, hjá íbúum Nikobareyja, á Celebes, og flestum Astraleyjunum. Og alstaðar kemur fram sama tilhneiging, að gera myndirnar sem einfaldastar og óbrotn- astar. Hvergi hefur sú stefna þó orðið eins rík og á Páska- eynni. A þeirri ey hefur skapast myndaletur er í mörgu svipar mjög til stafagerðar. Er það rist á trjáflögur, sem kallast »talandi tré«. Þetta letur er alleinkennileg tákn, sem sett eru í samhliða línur, er ganga til skiftis frá hægri til vinstri og frá vinstri til hægri, eins og á forngrískum áletrunum. Hingað til hefur engum tekist að ráða táknin á þessu »talandi tré«. Hefðu þarlendir menn kunnað það, þá hefði mátt yfirstíga örðugleikana með aðstoð þeirra. En þeir kunna engin deili á þessari leturgerð, sem hjá forfeðrum þeirra virðist hafa náð svo mikilli fullkomnun. Mynda- letrið er sem sniðið eftir andlegum þörfum frum-þjóðanna; verði það annað og meira — táknaletur, sem ekki styðst við myndir og uppdrætti — fer skilningur þeirra á því oftast fljótt forgörðum. En í þess stað eru þeir svo naskir og skarpir í því að skilja mvndaletur, að mentamennirnir standa þeim langt að baki í því. Þess vegna hafa Ev- rópumenn líka oft reynt að gera þeim sig skiljanlega með myndeletri. Eyrir hér um bil 70 árum komu upp daglega að heita mátti blóðugar deilur á Van Diemenslandi milli þarlendra manna og hvítra manna. Enski landsstjórinn gaf þá út yflrlýsingu, til þess að reyna að binda enda á þessar skærur. I þessari yfirlýsingu voru fjórar mynda- raðir, eins og 2. mynd sýnir. Svo sem sjá rná, á fyrsta myndin að tákna það að nú er friður. önnur, að þarlendir menn, sem friðinn halda, fái góðar viðtökur hjá landsstjóranum. Þriðja, að hver svart-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.