Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1911, Side 2

Skírnir - 01.12.1911, Side 2
306 Um lifshætti álsins. mjór, sívalur og eigi ósvipaður slöngu; þess vegna hefir alþýða fengið ógeð á honum og visindamenn gefið honum nafnið Anguilla, o: lítil slanga. Einkennilegt er það einnig,. að hann vantar kviðugga, og að allir stöku uggarnir era runnir saman í einn ugga umhverfis sporðinn. Hann er mjög sleipur á roðið og hefir afarsmátt hreistur. Stærðin er vanalega 2—3 fet, en getur orðið 5 fet. Frændur hans, aðrir fiskar af álaættinni, eru flestir djúpfiskar, langir og mjóir. Kunnastir þeirra eru Múr- e n u r n a r (Murœna helena o. fl.) í Miðjarðarhafi, þær er rómverskir sælkerar höfðu svo miklar mætur á, að sagan segir, að þær hafi verið hafðar í haldi og aldar á þrælakjöti, því að þá hafi þær þótt ljúffengastar, og h a f- állinn (Conger vulgans). Sá fiskur á heima víða um hin heitari höf og hefir nýlega fengist hér við Vestmann- eyjar, en var hér áður óþektur. Hann er mjög líkur áln- um, en stærri og alveg hreisturlaus. 2. Állinn i ósöltu vatni. / t Uthreiðsla álsins. Alsins verður vart í ám og vötn- um á láglendi eða við strendurnar í öllum löndum Evrópu, er liggja að Norður-íshafi og Atlanzhafi, frá Varangurs- firði í Austurfinnmörk í Noregi, alt suður að Miðjarðar- hafi og á sama hátt í öllum Miðjarðarhafslöndum og Vesturafríku, suður að Sahara. Ennfremur er hann um allar eyjar frá íslandi til Kanaríeyja (sjá 1. mynd). (Ame- ríku-megin er önnur náskyld áls-tegund (A. chrysypa) hennar verður vart frá Suður-Grænlandi og Labrador, alt suður í Guayana í Suðurameríku.). Á íslandi er állinn nokkuð algengur, en ólíkt er þó um útbreiðslu hans í ýmsum hlutum landsins. A svæðinu frá Lónsheiði suður og vestur um land til Skjálf- anda verður hans meira eða minna vart, en tíðastur er hann á hinum víðáttumiklu, lágu, votlendu svæðum í Hornafirði, Meðallandi, Landeyjum, Flóa, ölfusi og á Borgarfjarðarundirlendi. Aftur á móti verður hans ör-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.