Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1911, Side 21

Skírnir - 01.12.1911, Side 21
Tungan.- 325 breytiþróunarlögmálið, því alt er vér skynjum og skiljum virðist hlýða því, og verða að heimfærast f undir það. — Sem stendur virðist það vera samnefnari allra sannleiks- brota sem mannsandinn enn hefir fundið. Og hver er meginsannleiki sá sem þetta lögmál boðar oss ? Hann er sá, að »alt er í heiminum hverfult«, svo hverfult, að i raun og veru er ekkert, heldur er alt að verða og hverfa, með dálítið mismunandi hraða. Alt sem vér skynjum, frá dægurflugunni til sólkerfanna, eru myndir, sem þetta rnikla lögmál dregur upp á spjaldi tilverunnar, og þurkar jafn- harðan út, til þess, að gera aðrar nýjar; má því líkja al- skepinu við afarmikla kvikmyndavél. Það er nú ekki langur kafli af myndastrimli þessarar eilífu kvikmyndavélar, sem hver af oss skammlífum mönn- um sér yfir. Sjálfir erum vér ein myndin sem upp er brugðið; tilveruna þekkjum vér af eigin reynd, að eins þá stuttu stund, sem vorri mynd er brugðið upp, og á. meðan eru tiltölulega fáar myndir þurkaðar út. Þess vegna sýnist oss svo margt óbreytilegt, og vér óskum og viljum að það sé óbreytilegt, eins og vér höfum tileinkað oss það, og fest við það ræktarhug og ást, sem einn hluta af vorri eigin tilveru. Og þó vitum vér af reynslunni, af sögunni, af þeim lögum náttúrunnar sem vér þekkjum, að ekkert er ævar- andi eða óbreytilegt, hvorki í andans né efnisins riki. Það hlýðir alt þessu sarna volduga lögináli. Það vex eins og yorgróðurinn, þroskast, frævast og fellur, til þess að verða efni i nýjar og breyttar rrryndir. Jafnvel sjálf »fjöllin á Fróni«, sem oss sýnast óbifanleg, eru að eins augnabliks- myndir, skoðuð í Ijósi þessa. lögmáls, þvi löndin sökkva i sæ og önnur ný rísa upp úr djúpinu; sólir slokna og tendrast. — Þetta vitum vér að visu, en sú vitund verð- ur ekki frjósöm í lífi voru og athöfnum; hún liggur eins og dauð trú í einhverjum afkima meðvitundarlífs vors, og rumskast að eins við stórviðburði lífsirrs, þegar hverfleiki og dauði eru oss nærgöngulastir. Þess vegna koma verk vor og athafnir svo oft í bága við goðmögn lífsins og

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.