Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1913, Page 2

Skírnir - 01.12.1913, Page 2
290 Um vísindalíf á Islandi. son hafa sýnt okkur hvað hátt má komast í andans ríkir þó allskonar armæða þjaki að. Það mun leit á fátækum lausamönnum í öðrum löndum, sem þekkja sögu lands síns á ýmsum sviðum eins út í æsar og geta ritað og varð- veitt eins margt og merkilegt handa ókomnum kynslóðum eins og Daði fróði og Einar á Mælifelli. Alþýðuskáldin má benda á víðar, sumstaðar ágæt, en eg held það megi fullyrða, að af fróðleiksmöDnunum muni tiltölulega vera meira hjá okkur en hjá öðrum þjóðum. Sumir hafa viljað geta þess til, að þetta stafi nokkuð af því, hvað mikið keltneskt blóð sé í íslendingum. Eg verð að telja það alveg óvíst og ósannað að þetta hefði getað haft nokkur áhrif. Að því er næst verður komistr hefir fremur lítið munað um keltneskt þjóðerni á Islandi í fornöld hvað mannfjöldann snertir, og hvort þau fáu hundruð manna, sem í hæsta lagi getur verið að ræða um, hafi getað gert alla þjóðina hneigðari til andlegra iðna en annars, er eftir að sanna. Auk þess finst mér jafnvel það vera ósönnuð staðhæfing, að Keltar séu nokkuð hneigð- ari til slíks en Germanir yfirleitt. En þó maður láti þessa skoðun liggja milli hluta og hvorki samsinni henni né andæfi, þá má benda á annaðr sem áreiðanlega hefir stutt að því, að alþýða manna á ís- landi gaf sig meira að andlegum fræðum en alþýðan ann- arstaðar víðast hvar. Fyrst er þá að benda á, að alt frá því bókmentir hóf- ust á Islandi, notuðu menn hið lifandi mál alþýðunnar, ís- lenzku, en ekki latínu til fræðirita, eins og fiestar aðrar þjóðir, sem fengu bókmentir sínar og menningu með kristn- inni frá Róm. En á Islandi var menningin í fornum sið ekki lítið á leið komin og hin mikla gnægð sem fyrir var af ljóðum og goðasögnum, lifandi hjá alþýðunni og geymd þar mann fram af manni, gerði eðlilegt að haldið var áfram á sama máli, þegar menn fóru að setja slíkt á bækur. Auk þess vildi svo vel til, að sumir fyrstu og beztu rithöfundar okkar voru veraldlegir höfðingjar, og þó sumir þeirra kynnu latinu vel og enda hefðu tekið

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.