Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1913, Page 6

Skírnir - 01.12.1913, Page 6
294 Um visindalíf á íslandi. þýðu á innlendum fróðleik og andlegri starfsemi yfirleitt er talsvert að fara aftur. En hefir hann þá vaxið að sama skapi hjá lærðu stéttinni? Við skulum athuga það. Við höfum ástæðu til að vera ánægðir með þá stétt yflrleitt eins og hún hefir verið fram á þessa daga. Kjör flestra embættismanna, einkum presta og lækna, hafa verið lík kjörum alþýðunnar, og víst er það að í þeirra tölu hafa margir andans menn verið, og ýmsir sem mætti kalla fróðleiksmenn eða jafnvel vísindamenn. Við skulum taka aumasta tímabilið í sögu íslands, 18. öldina og byrj- un 19. aldar. Þá sjáum vér í embættismannastétt aðra ■eins menn og Pál Vidalín, Finn Jónsson, Hannes Finnsson, Eggert Olafsson, Björn Halldórsson, Magnús Stephensen og litlu seinna þá Svein Pálsson og Jón Espólín. Svona embættismönnum má þykjast af. En hvernig er nú? Finnast nú upp til sveita embættismenn, sem riti sögu þjóðarinnar eins og þeir Finnur biskup og Jón Espólín, lýsi náttúru landsins eins og Eggert og Sveinn, rannsaki tungu vora eins og Björn Halldórsson, og auki þekking alþýðu á öllum sviðum eins og Magnús Stephensen ? En eg held svarið hljóti að verða, að fróðum embættismönnum til sveita sé heldur að fækka, þeir eru að vísu til og það góðir, en eru fáir. Áftur á móti er auðvitað ekki lítið af fróðleiks- og vísindamönnum meðal skólagenginna manna í bæjunum. En hvort þeir i heild sinni starfa að vísind- um á við fyrirrennara sína, mun verða álitamál. Það er nú alveg áreiðanlegt, að um langan ald- ur verður þjóð vor svo sett, að andlegar iðnir geta orðið ódýrasta og aðgengileg- asta skemtunin fyrir leika og lærða, og það skemtun, sem, þegar rétt er með farið, getur orðið miklu meira en dægrastyttingin ein. Að sanna þýðingu bók- lesture og andlegra iðna ætla eg mér ekki. Og ég mun hér ekki líta á hina miklu og víðtæku starfsemi andans sem kemur fram í skáldskap; hann mun geta þrifist og blómgast framvegis engu síður en nú. En eg vildi Þafa athugað aðra tegund andlegrar starfsemi, v í s i n d i n.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.