Skírnir - 01.12.1913, Side 9
Um visindalíf á íslandi.
297
og er líklegt að einhverjir verði til þess, þegar tímar líða,
að rannsaka þau og gefa þau út.
Að því er guðfræði snertir eru ekki heldur tæki á að
stunda annað vísindalega svo í lagi sé en kirkjusögu ís-
lands. Það er svið, sem að vísu hefir verið talsvert kann-
að af ágætum vísindamönnum, einkum þeim biskupunum
Finni Jónssyni ,og Pétri Péturssyni, en þar er þó mjög
margt eftir að gera. Þá eru ýmsar hliðar guðfræðinnar
lítt eða alls ekki kannaðar hvað Island snertir, t. d. sálma-
fræðin (hymnologia), þar vantar t. d. góða skrá yfir ís-
lenzka sálma og höfunda þeirra, í líkingu við þess konar
rit hjá mörgum öðrum þjóðum. Þá þarf að rita um sögu
íslenzkra kirkjusiða; það er ýmislegt í þeim, bæði í göml-
um sið og nýjum, sem er einkennilegt fyrir okkar land.
Heimspekisdeild háskólans stendur bezt að vígi. Sjóð-
ur Hannesar Arnasonar sér fyrir því, að eiginleg heim-
speki verður stunduð af Islendingum erlendis, og ef þeir
menn geta keypt nóg af bókum til að fylgjast með og
eru annars gáfaðir og skarpir menn, þá má búast við
ýmsu góðu úr þeirri átt. Reyndar er gert ráð fyrir, að
fyrirlestrar þeirra séu aðgengilegir allri alþýðu, en það
girðir ekki fyrir hitt, að efnið sé veigamikið, og vel og
vísindalega með það farið.
Þá er enn við háskólann veitt tilsögn í íslenzkri
tungu og bókmentum og sögu Islands. Hér stöndum við
betur að vígi en nokkur önnur þjóð í heimi, enda er hér
svo mikið ógert, og meðan málið helzt og þjóðin lifir,
verður á þessum sviðum óþrjótandi vinnuefni fvrir ís-
lenzka vísindamenn. Landsbókasafninu er innan handar
að sjá um að það sé keypt af bókum, sem með þarf.
Reyndar er sá hængur enn á, að meðan ekki er komin á
kensla í samanburðarmálfræði og germönskum málum
yflrleitt, verður að vanrækja að nokkru leyti þær hliðar
íslenzkrar málfræði, sem þar að lúta. Líkt má segja um
sögu íslands; hún skilst ekki til hlítar án þekkingar á
almennri sögu og samtíma sögu nágrannaþjóðanna, en
það ætti ekki að vera ókleyft Landsbókasafninu að út-