Skírnir - 01.12.1913, Side 11
Um visindalif á Islandi.
299
stofnanir í öðrum löndum, en mér þykir liklegt, að því
mætti koma svo fyrir með aðstoð Búnaðarfélagsins og
búnaðarskólanna, að safnað væri athugunum og gerðar
tilraunir eftir því sem efnin leyía um ýmislegt, sem okk-
ur geti til gagns komið, og væri ekki óhugsandi að eitt-
hvað af því gæti haft þýðingu fyrir búnaðarvísindi al-
ment. Þá er og saga íslenzks búnaðar ekki mikið rann-
sökuð af landsmönnum sjálfum. Hagfræðisdeild stjórnar-
ráðsins getur stutt þessi vísindi ekki lítið, eins og mörg
önnur, ef vel er að farið, og gæti hugsast að einhverjir
reyndu að fást við hagfræði vísindalega, en erfitt mun
vera þar eins og annarstaðar, að reyna við nokkuð annað
en það sem íslenzkt er.
Líti maður þá yfir alt þetta í heild sinni, þá sést það,
að öll vísindin eiga sammerkt að einu leyti, það verður
ekki stundað neitt s v o a ð v e r u 1 e g u g a g n i
geti komið, nema það, sem að einhverju
leyti snertir Island sjálft. Við verðum að lofa
hinum þjóðunum, sem ríkari eru og hafa fieirum mönnum
á að skipa, að stunda hitt.
Þetta er ofur eðlilegt og ekki annað en það sem
náttúran skipar hverju fátæku landi. Það er hver sjálf-
um sér næstur i vísindunum eins og öðru.
En úr því við erum svo fáir og fátækir, verðum við
að fara hyggilega að og nota kraftana vel. Það væri því
afaræskilegt að geta komið því svo fyrir, að þeir sem
hafa áhuga á vísindum gæti komið á samvinnu sín á milli.
Og ekki væri minst í það varið, ef hægt væri að draga
svo marga af alþýðustétt inn í vísindastarfsemina, að hún
gæti haft þýðingu fyrir þjóðina 'í heild sinni. Því það
kynni að geta leitt til að alþýða manna mundi eins og
hefjast í annað, æðra, andlegt veldi. Andlegt líf þjóðar-
innar mundi verða magnþrungnara og fjölbreyttara. Þjóðin
mundi læra, eins og Aþenumenn forðum1), að e 1 s k a
hið fagra og láta þaðsjástidagfarisinu,
') Sbr. orð Períklesar bjá Þúkýdidesi, II. 40.