Skírnir - 01.12.1913, Side 13
Um vísindalíf á íslandi.
301
á ensku skulum við segja? Eg nefni einkum náttúru-
fræðistímaritið til þessa, af því að það er sá munur á
þeim útlendingum, sem rannsaka náttúru íslands, og hin-
um, sem stunda málfræði þess og sögu, að náttúrufræð-
ingarnir sjaldnast kunna íslenzku, og þurfa hennar lítið
við, en hinir verða að kunna hana. Þá væri líka mikil
þörf á vísindalegum lögfræðis- og guðfræðisritum, og er
það mikil skömm, að annað eins rit og »Lögfræðingur«
varð að hætta. — Læknisfræðisritgerðum vísindalegs efnis
mætti koma að í almennu tímariti, sem líka fjallaði um
náttúrufræði, og ef þær snertu sögu læknisfræðinnar á
íslandi að einhverju leyti, mætti gefa þær út í Safni til
sögu íslands.
Til þess nú að fá alþýðuna með, held eg bezta ráðið
sé hið sama sem menn hafa notað erlendis, en það er að
stofna fræðifélög út um alt land, smáfélög, sem næðu yfir
eitt og eitt hérað eða bæ. Á Frakklandi, Englandi, Þýzka-
landi, Italíu og í mörgum löndum er aragrúi af þess
konar félögum. Þau kenna sig oft við borgirnar og hér-
öðin, stundum með einhverri viðbót til að sýna hvers kyns
þau séu (t. d. Société d’émulation d’Abberville, Société
philomathique des Vosges osfrv.). Stundum eru það sér-
fræðingafélög, sem stunda eingöngu t. d. sögu, fornfræði,
náttúrufræði eða einstakar greinar hennar, t. d. grasa-
fræði, skordýrafræði o. s. frv. Mörg af þessum félögum
gefa út tímarit, sem oft er mikill fróðleikur í.
Nú vildi eg leggja til, að menn reyndu að
koma á he'ilu kerfi afþesskonarfélögum
um alt Island, og byrjuðu með kaupstöðunum, þar
sem líklega er hægast að koma þeim á. Þannig ætti t. d.
félag í Skagafirði að hafa aðsetur sitt á Sauðárkróki, í
Eyjafjarðarsýslu ætti að vera annað félag fyrir Akureyri
og Eyjafjörð, o. s. frv. í félögin ættu þeir allir rétt til inn-
göngu, sem vildu starfa að því að auka fróðleik sinn og
annara í íslenzkum fræðum í víðasta skilningi orðsins,
sögu, máli og náttúru landsins. Eg get hugsað mér að
sumstaðar mundi verða hentugt að hafa fleiri en eina