Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1913, Page 15

Skírnir - 01.12.1913, Page 15
Um vísindalif á Islandi. 303 Eg skal nefna dæmi þess sem gerá mætti. Enn vantar okkur sögulega orðabók yíir íslenzka tungu. Það er enginn einn maður fær um að semja hana. En ef svona félög eru um alt land, má vinna mikið að því starfi. Þá mundu þeir félagar, sem hefðu sérstakan áhugá á málfræði, vera settir í orðabókarvinnu, sumir látnir tína orð úr ritum, prentuðum og óprentuðum, aðrir látnir safna mállýzkuorðum, sumir fara í gegnum prentuð og óprentuð orðasöfn (t. d. ýmsir félagar í Reykjavík). Alt safnið ætti svo að afhenda Landsbókasafninu. I Reykjavík ætti svo miðnefndin eða sérstök nefnd, sem hún setti (eg gæti t. d. hugsað mér móðurmálsnefnd Stúdenta- félagsins gæti þar komið til greina), að raða seðlunum. Þeir þyrftu allir að vera af sömu gerð og sniði, og auð- vitað þyrfti miðnefndin eða orðabókarnefndin að senda út nákvæm ákvæði um það og aðferðina í byrjuninni. Það er víst, að mikið af þessu verki mundi verða óþarft, en líka alveg áreiðanlegt, að á þennan hátt mundi þjóðin á tiltölulega skömmum tíma og án tilfinnanlegs kostnaðar fá fullkomið orðasafn yfir málið, og úr því mætti svo vinna og semja mikla, sögulega orðabók, þegar hentugt væri með féð og hægt væri að fá áreiðanlega menn til að standa fyrir útgáfunni. Eg gæti nú samt trúað því, að það yrði okkur ókleift um langan aldur, því kostnaður við prentun og samningu slíkrar bókar yrði afarmikill. En það væri mikið við það unnið, að hafa svo stórt safn, þó óprentað væri, aðgengilegt í Reykjavík fyrir þá sem vilja stunda íslenzku vísindalega. Það er líka mjög lík- legt, að útlend söfn, sem leggja stund á íslenzk fræði, mundu vilja kaupa afskriftir af þeim seðlum, sem teknir væru í Landsbókasafnið, og mundi vera auðvelt að láta vélrita seðlana og um leið taka nógu margar sérprentanir af hverjum seðli. Á þennan hátt gæti talsvert fé fengist1). ’) Það eru til vélar, sem geta tekið 20—30 þúsund sérprentanir, og þær ern tiltölulega ódýrar.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.