Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1913, Page 20

Skírnir - 01.12.1913, Page 20
308 Nokkrar athugasemdir. um erfðir íslendinga í Noregi í hinum forna sáttmála við Olaf helga gildandi lög. Virðist af því mega ráða, að ákvæði þetta hafi staðið óbreitt að minsta kosti til miðrar 13. aldar. í sáttmálanum 12621) stendur þessi klausa: »Erfðir skulu uppgefast fyrir íslenzkum mönnum í Noregi, hversu lengi sem þær hafa staðit, þegar réttir koma arfar til, eða þeirra löglegir umboðsmenn® Flestir eru sammála um, að með þessu ákvæði, og ekki fir, hafi hin gamla grein um erfðafirninguna í Olafs- sáttmálanum verið úr lögum numin. Sumir eru þó á því, að afnám erfðafirningarinnar geti verið eldra enn sáttmálinn 1262, og að ákvæðið sje í hon- um endurtekning eða staðfesting á eldri lögum sama efnis. Vilhjálmur Finsen gefur þetta í skin með allri þeirri var- kárni, sem honum er lagin, í ritg. sinni ’Om de isl. love i fristatstiden’ í Árb. f. n. oldk. og hist. 1873, 139,—140. bls. nm., og Einar Arnórsson knjesetur þessa bending Fin- sens, án þess þó að vitna í hana, og fullirðir, að ákvæðið um afnám erfðafirningarinnar sje að eins staðfesting á eldra samningi milli íslendinga og Norðmanna2). Þessi skoðun stiðst við tvo staði í Staðarhólsbók Orágásar (útg. 88. og 96. bls.). Þar stendur svo á firra staðnum: »Austr skal arf taka várra landa næsta brœðri eða nánari maðr, enda er nú heimting til fjárins, hvégi lengi sem þat liggr«, og á síðari staðnum: »Ef várr landi andask austr, þá skal féit taka næsta brœðri eða nánari, en féit liggr sér nú aldrigi«. Báðir þessir staðir sína, að erfðafirningin var afnumin, þegar Staðarhólsbók var rituð. Vihjálmur Finsen hjelt því fram, að Grágás í Staðarhólsbók væri rituð firir 1262, um 1260, og E. A. tekur þetta eftir hon- um. Ef þetta er rjett, þá er afnám erfðafirningarinnar eldra en sáttmálinn 1262, eins og þeir halda fram. *) Þessi sáttmáli er hinn eini rjetti „Gamli sáttmáli11 og nefni jeg hann stundum hér á eftir því nafni. 2) Andvari 35. ár, 124. hls. Nokkru varlegar farast höf. orð í Ejettarst. ísl., 71.—72. bls.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.