Skírnir - 01.12.1913, Side 24
312
Nokkrar athugasemdir.
uti til að ná ifirráðum ifir íslandi, enn honum tókst það
ekki fir enn á árunum 1262—1264 sakir mótspirnu lands-
manna. Er þá líklegt, að hann hafi firfram veitt lands-
mönnum þá ívilnun að afnema erfðafírninguna, án þess
að fá neitt á móti? Allar sögulegar líkur mæla á móti
því. Þessi »samningur« um erfðaákvæðið er þvi alveg
gripinn úr lausu lofti hjá E. A. Aftur á móti er ákvæði
það, sem hjer að litur, mjög eðlilegt í Gamla sáttmála
(1262) sem einn liður i þeim ívilnunum eða »rjettarbót-
um«, sem Hallvarður hjet landsmönnum í konungsnafni,
ef þeir vildu gangast undir skattinn og heita honum trún-
aði á móti. Jeg hef það þvi firir satt, að erfðafirningin
hafi ekki verið úr lögum numin fir en með Gamla sátt-
mála, enda væri ákvæðinu alveg ofaukið í þeim sáttmála,
ef það hefði verið lögtekið áður.
Af þessu er aftur ljóst, að hjer að iútandi ákvæði í
Staðarhólsbók á kin sitt að rekja til Gamla sáttmála. Þó
higg jeg ekki, að ritarinn hafi haft firir sjer Gamla sátt-
mála, eða beint ritað eftir honum, á þeim 2 stöðum, þar
sem hann getur um, að nú sje »heimting til fjárins, hvégi
lengi sem þat liggr« — orðalagið er hjer ólíkt Gamla
sáttmála, þó að efnið sje sama — heldur hefur hann, eða
sá sem rita ljet, haft sáttmálann í huga og ritað, eða látið
rita, efni hans eftir minni.
E. A. hefur bent á eina ósamkvæmni milli erfða-
ákvæðisins í Gamla sáttmála og tilsvarandi ákvæðis í
Staðarhólsbók. I Staðarhólsbók er það beint tekið fram,
alveg eins og i Olafssáttmálanum og á hinum staðnum í
Konungsbók, að erfðarjettur íslendinga í Noregi nái ekki
lengra enn til næstabrœðra (o: þrjemenninga). Aftur á
móti er ákvæðið orðað á þessa leið í Gamla sáttmála:
»Erfðir skulu uppgefast fyrir íslenzkum mönnum
i Noregi, hversu lengi sem þær hafa staðit, þegar r é 11-
i r koma a r f a r til eða þeirra löglegir umboðsmenn«.
Hjer er ekki beint tekið fram, að erfðarjettur íslendings
i Noregi sje bundinn því skilirði, að sá sem til arfs kall-
ar sje næstabrœðri eða nánari rnaður, og E. A. virðist