Skírnir - 01.12.1913, Side 29
Nokkrav athugasemdir.
317
mark takandi um verðlag vararfelda. Annars heldur E.
A. því fram, að ekki verði leidd nein áliktun af landaura-
ákvæði Olafssáttmálans um verðlag vaðmála á Islandi
móts við silfurverð, því að Olafssáttmálinn muni miða við
verðlag í Noregi. Þetta siðasta er í sjálfu sjer rjett. Enn
E. A. gætir þess ekki, að íslenskir vararfeldir og íslenskt
vaðmál var algeng verslunarvara í Noregi1), og að verð-
lag þessa varnings á norska markaðinum hefur eflaust
ráðið mestu um verðlag hans heima á Islandi, svo að þar
gat ekki verið mikill munur á. Ef nokkuð er, þá hafa
bæði vararfeldir og vaðmál verið lítið eitt dírari móts við
silfur í Noregi enn á íslandi, og til þess bendir líka dír-
leikshlutfall Olafssáttmálans (1 : 31/*) borið saman við dír-
leikshlutfallið eftir áðurgreindum stað í Grágás Kb. II,
192. bls. (1 : 4)2).
III.
E. A. er auðsjáanlega í mestu vandræðum með það
skjal, sem sumir hafa nefnt »Gamla Sáttmála« enn er
eftir orðum þess sjálfs samþikt, gerð af »öllum almúga á
íslandi á Alþingi« á dögum Hákonar hálegs, liklega frá
árinu 1300. First hafði E. A. aðhilst skoðun Jóns Sigurðs-
sonar, að »sáttmáli« þessi væri frá árunum 1263—1264
(Ríkisrjett. Isl. 161. bls.). Síðan komst hann á þá skoðun,
að »sáttmálinn« væri frá árinu 1281, sama árinu og Jóns-
bók var lögtekin (Andv. 35. árg. 129. bls.). Þetta er í
beinni mófsögn við orð »sáttmálans« sjálfs, því að þar
bjóða landsmenn »Hákoni konungi hinum kórón-
aða« þjónustu sína, enn 1281 hjet Noregskonungur ekki
Hákon, heldur Eiríkur (sbr. ritg. mína í Skírni 1910, 223.
bls.}. Nú, í hinu níja riti sinu á 81. bls. og siðar, treistir
hann sjer ekki til að segja neitt ákveðið um aldur þessa
skjals. Það geti verið frá 1263—1264, frá 1281, frá 1300
eða 1302. Nú er það víst, að skjalið getur ekki verið frá
*) Sbr. Hkr. (útg. F. J.) Har. gráf. 7. k. Þar segir, að hafskip hlaðið
vararfeldum, sem íslenskir menn áttu, hafi komið til Noregs frá Islandi.
s) Sbr. Safn t. s. ísl. IV, 380-381. bls.; E. A., Ejettarst. ísl. 73.-74.bls.