Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1913, Page 31

Skírnir - 01.12.1913, Page 31
Nokkrar athugasemdir. 319' og utanstefningar óleifilegar, hafi orðið »bindandi firir konungsvaldið« og «konungur gengið að þeim*1). Enn hann gefur sjer hjer eiginlega siálfur það, sem þurfti að sanna. Mjer er ekki kunnugt um, að konungsvaldið hafl- nokkru sinni samþikt brjeflega þá alþingissamþikt, sem hjer liggur firir, nje heldur sjerstaklega kröfur hennar um embættismennina og utanstefningarnar, enda. bendir E. A. ekki á neitt brjef lijer að lútandi frá konungsvaldinu. Bein samþikt af konungsvaldsins hálfu á þessum kröfum íslendinga er ekki til. Þar ineð vil jeg ekki segja, að kröfurnar hafi verið með öllu ástæðulausar. Jeg tel lik- legt, að Hákon gamli hafi heitið þeim höfðingjum, sem ljetu hann fá goðorð, að þeir mættu halda goðorðinu sem ljeni og að ljenið skildi ganga í arf til eftirkomenda þeirra. Eitthvert þvílíkt heit liggur eflaust til grundvallar firir kröfu alþingissamþiktarinnar, »að íslenskir sje lögmenn og síslumenn af þeirra ættum, sem að fornu hafa goðorðin upp gefið«. Hinu höfðu Islendingar að minsta kosti aldrei játað, að konungur mætti stefna þeim utan án dóms og laga, og sömuleiðis er víst, að konungsvaldið hafði stund- um látið utanstefnur falla niður firir mótspirnu íslendinga, t. d. árið 1276, þegar bændum var stefnt utan til herþjón- usta. Jeg hef og bent á það, að rjettarbót Hákonar há- legs 14. júní 1314 bannar í 7. gr. utanstefnur í dómsmál- um nema sjerstaklega standi á2). IV. Furðu djarft þikir mjer það af E. A. að rengja vitn- isburð Staðarbólsbókar af Járnsíðu - og vitnisburð allra hinna bestu handrita af Jónsbók og Kristinrjetti Árna biskups um, að kaflinn um konungserfðir hafi filgt öllum þessum lagasmíðum frá upphafi sem sjerstakur þáttur Kristindómsbálks. Hvaða rjett hefur hann til að slá svörtu striki ifir þennan sjerstaka kafla í þessum þremur lögbók-- 2) Rjettarst. ísl. 81.—82. bls. 2) Sbr. ritg. mína Upphaf konnngsvalds 64.—65. bls.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.