Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1913, Side 37

Skírnir - 01.12.1913, Side 37
Nofekrar athngasemdir. 325 fram þessa spurningu til þess a?> sína höf. fram á, með hverja fjarstæðu h a n n færi. Nú gefur E. A. í skin (á 119. bls), að jeg hafi farið með þessa fjar- s t æ ð u, sem hann er sjálfur óbeinlínis faðir að. Er slík aðferð vísindamanni samboðin? V. ímislegt fleira hef jeg að athuga við bók höf. T. d. er það rangt, sem hann segir á 24.—25. bls., að »skilirði til þess að vera e i g a n d i goðorðs hafi verið það, að hlutaðeigandi væri karlmaður*. Staður sá, sem hann vitnar í þessu til sönnunar (Grág. Kb. I 142. bls.) gerir ráð firir því, að kona taki goðorð að erfðum, og. segir, að þá skuli hún »s e 1 j a þar goðorð nokkurum þeim manni, er í þeim þriðjungi er«. Orðið s e 1 j a þiðir hjer víst ’að láta af hendi til meðferðar’ (sbiv rjett á undan á sama stað: Ef goði verður vanheill, ok er rétt, at hann seli þá meðför goðorðsins, Þorst. s. Síðuhallssonar í Austf. s. (útg. Jakobsens) bls. 219 21: nú samir betr at selja goðorð af hendi á várþingi, Nj. k. 14113: nú skalt þú selja af höndum goðorð' þitt ok í hendr Þórgeiri bróður þínu m). Staðurinn sannar því einungis, að kona, sem átti goðorð,. gat ekki farið með það sjálf. Og þó að s e 1 j a þíddi hjer s. s danska orðið ’sælge’, þá liggur þó í augum uppi, að konan gat ekki »s e 11« goðorðið, nema hún æ 11 i það. Sbr. Sturl.3 II, bls. 11612: »Ormr Svínfellingr hafði gefit Þórarni goðorð þau, er Gróa Teitsdóttir, móðir hans,. hafði átt, ok Ragnheiðr, systir hennar«. Stundum beitir höf. því bragði, sem málaflutningsmönnum er títt, að ganga þegjandi fram hjá' röksemdum andstæðinga sinna, ef hann á bágt með að vefengja þær, og fleira mætti til- færa. Enn það sem jeg hef tekið fram nægir til að sína, að rit höfundarins verður að nota með varkárni og að ekki dugir að taka alt sem hann segir gott og gilt án frekari rannsóknar. Jeg læt því hjer staðar numið að sinni. Björn M. Ólsen.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.