Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1913, Page 41

Skírnir - 01.12.1913, Page 41
Ofan úr sveitnm 329 Gamla konan, sem situr úti í horni með prjónana sína, sjóndöpur og heyrnarsljóf, heíir næði til að hugsa sitt, því eru nú fáir, sem til hennar leita. Hún man fífil sinn fegri, og talar í huganum til fornvinar sins, sem líka gerist gamall og hrumur: Fer að ökkur ellin þung, ýmsu er lífið fleygað. En við höfum líka verið ung, vor og ástir teigað. En það léttir undir byrðina hjá gömlu konunni, að hún trúir því að æska og vor bíði þeirra í öðrum og fegra heimi; hún bætir við: Einhverstaðar fyrir austan sól eða vestur af mána, bíða okkar blóm ,og skjól bak við djúpu gjána. og enn fremur: Þegar eg heljar- hníg í -mar, hinzta lífs á strandi, eg vona að einhver verði þar, sem vill mig draga að|landi. Þá er ein sem alt hefir gefið frá sér, nema þetta, að draga fram lífið meðan til vinst. Hún ?leggur hendur í kné sér og kveður: Eg hjari svona og hugsa ei neittt og horfi út í bláinn. Á lífinu er eg leið og þreytt, löngunin öll er dáin. Alt um það saknar hún þess að vera út brunnin, pvi seinna kveður sú hin sama: Sú var tíð eg þekti þrá, þá var rós á vanga.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.