Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1913, Side 43

Skírnir - 01.12.1913, Side 43
Ofan úr sveitum. 831 eg rendi hann alveg út í grunn, en ætlaði þó að leifa. Þó mig síðar þorsti og svengd þjái eg fæ ei dropa, — eg má bæði í bráð og lengd búa að þessum sopa. Ein, sem fengið hefir leiða á unnustanum, afsakar hverflyndi sitt með breytileik allra hluta þannig: Sízt má um það saka mig þó sigri daginn gríma, eða eg hætti að elska þig, alt hefir mældan tíma. Okunnugt er mér um það, hvort heldur það var í alvöru eða spaugi, að kona kastaði fram þessari stöku við mann, sem brá henni um sjóhræðslu: Hirði eg sízt hvort sæng er rök, er sofna eg hinzta blundinn, ef við byggjum eina vök þá öll eru lokuð sundin. Að sveitakonan þekki til afbrýðissemi og vilji sitja ein að sinu, má skilja á þessari stöku: Lífið alt þó mæddi mig mögla skyldi eg eigi, óskiftan ef ætti eg þig eina stund úr degi. Það er svo dimt skammdegið hjá oss íslendingum, einkum í sveitinni, þar sem hvorki eru gas- eða rafljós til að bæta úr sólarleysinu. Er það því vorkunnarmál, þótt byrði lífsins verði þung á þeim, sem í mörgu hafa að snúast og við margt að striða, jafnvel jólin verða suraum bæði köld og dimm. Ein kona kveður svo:

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.