Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1913, Page 49

Skírnir - 01.12.1913, Page 49
Brosið. 337 falleg! En hún var illa til fara og feimin. Hún hafði þetta »eitthvað« við sig, sem svo margar ríkar og vel upp aldar og laglegar stúlkur vantar. Og sú kunni að brosa«. Bjarni þagnaði góða stund. Eg brosti í kamp og reykti. Jelið var gengið hjá, en orðið aldimt af nóttu. Bjarni lét aftur í pípuna. »Það er undarlegt annars«, hélt hann áfram, »hvað fallegt bros getur setið fast í huga manns. Eg hafði al- drei séð stúlkuna áður, og þau einu kynni sem eg hef af henni enn þann dag í dag, eru þau, að hún brosti í hvert sinn er eg leit á hana á leiðinni yfir heiðina. Eg vann það til að ríða fót fyrir fót alla leið og skrafa við karl- inn, og kerlinguna, því hún sagði varla orð. Ekki af því að hún væri heimsk, það sá eg á augunum, einkennilega falleg augu, skal eg segja þér. Mér fanst það margborga sig, og aldrei heflr mér fundist eg vera eins fljótur yfir Hellisheiði. Tvisvar eða þrisvar hef eg síðan séð eins og endurskin af því brosi í brosum annara kvenna, og trú- irðu því, mér hefir eins og hitnað um hjartaræturnar«! Bjarni þagnaði aftur. Eg horfði á þessa kynlegu glampa frá ofninum. Þeir vöktu ýmsar minningar, og eg heyrði til Bjarna gegnum mínar eigin hugsanir. »Það var ekkert í því brosi annað en sakleysi«, sagði hann. »Ekkert sem bauð neitt, eða lofaði neinu. En það sýndi svo djúpt inn í þessa innilega saklausu og fögru konusál, Hún var feimin við mig, það skein út úr augunum á henni þegar hún leit á mig. En það var eg, sem hefði átt að vera feiminn við hana, átt að krjúpa á kné fyrir henni og biðja um fyrirgefning synda minna. A svo miklu hærra stigi var sál hennar en mín. Eg er að hugsa um það að hamingjusamur er sá maður sem hún gefur ást sína. Þótt hún hefði ekkert annað að gefa. Hversu margfaldlega má honum ekki finnast sér launað alt sitt erfiði, allir sínir svitadropar, þegar hann kemur heim á kvöldin eftir erfiði dagsins, og hún tekur á móti honum með einu af þessum brosum. — Af þessum bros- 22

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.