Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1913, Page 60

Skírnir - 01.12.1913, Page 60
348 Nokkur orð um íslenzkan ljóðaklið. til þess að lengd þess samsvari lengd fyrra raddhljóðsins. Fyrir þessa sök verður raddþungi endingarinnar fram yfir alla venju, verður að léttum stigþunga í síðasta, fjórða, dyninum, en fullur helmingur af þeim dyn er hvíldin, sem skilur vísuorðin. V. Hrynhenda (F. J. bls. 49—50). Þar eru 4 stig (4 liðir) í hverri lotu, en ljóðstafir og hendingar eins og í dróttkvæðu. Þessi háttur lýtur einnig Jessens lögmáli. Af því, sem sagt var um dróttkvæðan hátt, má ótví- rætt ætla, að hvert vísuorð í hrynhendu hafi jafnan verið flutt í fimm dynjum, þannig: Sé þér dýrð með sannr-i prý -— ð i — I , I „ I , I „ I , sung-inn heiðr af öll-um tu ng-um — I , I „ I , I „ I , I dróttkvæðu eru tvíliðirnir yfirleitt fallgengir, en ris- gengir í hrynhendunni. VI Fornyrðislag (F. J. bls. 39—41). Ef Ijóð undir þessum hætti eru þulin með fullri að- gæzlu á efni og eðlilegum klið, þá dylst það ekki, að hvert erindi fellur í fjórar lotur. Flestir norrænir vísindamenn hafa (síðan á 13. öld) skift erindunum í 8 vísuorð og þannig eru þau nú vanalega þulin hér á landi, með stuttri hvíld milli 1. og 2., 3. og 4., 5. og 6., 7. og 8 vísuorðs, en lengri hvíld milli 2. og 3., 4. og 5., 6. og 7. vísuorðs. En það er fljótséð, að hverir tveir áttungar (1. og 2., 3. og 4., 5. og 6., 7. og 8.) eru alloftast saman um efni, og auðheyrt, að kliðurinn verður miklu þýðari og fegurri og fellur miklu betur við orð og efni, ef erindin eru . xi ' . :

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.