Skírnir - 01.12.1913, Page 64
362
Nokkur orð um íslenzkan ljóðaklið.
harða bragliði, og þess vegna er sundurliðun Sievers oft-
sinnis andstæð eðli íslenzkunnar. Þó að mjúkliða setn-
ingum bregði fyrir (t. d. eg kom í gær; hann rauk af stað),
þá verða þær jafnan í svo litlum minnihluta, að þær geta
aldrei ráðið ljóðakliðnum, hann verður ávalt harðliða. I
niðurlagi þessa máls verður vikið að því, hvernig mýkja
má kliðinn. Ef fornu ljóðunum væri skift í bragliði á
þenna einfalda hátt og eðlilega, stigin fremst í hverjum
lið, allir liðir harðir, þá mundi mega fela hin ágætu, en
flóknu fræði Sievers í fáum og auðskildum setningum.
VII. Ljóðaháttur (F. J. bls. 41— 42.).
er talinn óskipuiegastur og óskiljanlegastur allra íslenzkra-
bragarhátta.
S. Bugge fann 1876 það lögmál um »löngu« vísuorð-
in (3. og 6.), að þegar þau enda á tvíkvæðu orði, er fyrra
atkvæði þess orðs jafnan stutt, en endi þau á þríkvæðu
orði, þá er miðatkvæðið oftast stutt, en getur þó verið
langt, ef upphafsatkvæðið er langt og stigþungi á þvi.
Mönnum hefir ekki skilist, hvernig á þessu Bugges-
lögmáli stendur.
Ef reynt er til við vönduð ljóð undir þessum hætti,
t. d. Sólarljóð, og þau þulin með ýmsum hraða og ýms-
um klið, þá dylst ekki, að langbezt fer á því, að þylja
þessi ljóð hægt og stilt í 4 lotum hvert erindi.
1. og 2. vísuorð verður þá í einni lotu, og eiris 4. og
5., og verða þær lotur ferliða, og má segja um þau fiest hið
sama, sem sagt liefir verið um vísuorðin í fornyrðislagi,
með þeim einum mun, að tvíliðirnir í ljóðahætti (i ferliða
vísuorðunum) eru alloftast fallgengir.
2. og 4. vísuorð (sem kölluð eru 3. og 6.) eru þrí-
liða, og er auðheyrt, að bezt á við að þylja þau i 3 dyn-
jum, með mestum stigþunga (seimdrætti) i miödyn, minni í
upphafsdyn, minstum í lokadyn.1)
') Hér er eingöngu rætt um skipulegan ljóðahátt (eins og Sólar-
Ijóð). Afbrigðin eru mörg — en fæst torskilin, hafa flest haldist í al-
þýðukveðskap niður allar aldir fram á þenna dag. En það mál er lítt
rannsakað.