Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1913, Page 66

Skírnir - 01.12.1913, Page 66
354 Nokkur orð mn íslenzkan ljóðaklið. Ef klifað er á þenna hátt, 14 h ö g g drepin í hverju erindi og farið hægt og áherzlum (og seim- drætti) og hvíldum hagað eins og hér er sýnt, þá mun engum dyljast, að þessi framburður, þessi kliður, fellur undravel við efnið í Ijóðunum, sem ort eru undir þessum hætti. Þessi einkennilegi kliður i ljóðahætti, sem hér hefir verið lýst, er ekki getgáta útíloftið; hann er enn á lífi í íslenzkum alþýðukveðskap, eink- anlega í grýluhættinum, sem áður var minst á (IV. kafli). Það má vel vera, að rímnahættirnir, með reglubundnum bragliðum og endarími í öllum 4 vo. séu ættaðir úr latínukveðskap. En grýluhátturinn er alt ann- ars eðlis; hann er að öllum líkum kominn af ljóðahætti, því að í honum hafa geymst ýms höfuðeinkenni ljóðahátt- arins: — 1) ferliða og þríliða vo. á víxl, — 2) hnigin mis- löng og þeim stundum slept, — 3) oft sami einkennilegi kliðurinn í stuttu vo. Ljóðstafaskipunin heflr breyzt, enda- rím komið í 2. og 4. vo. og kliðurinn í stuttu vo. er orð- inn hvarflandi, mesti þunginn er nú ý m i s t á upphafs- stiginu eða miðstiginu (sbr. dæmi í IV. kafla). En oft er skyldleikinn afarglöggur. Dæmi: Hrafn-inn flýg-ur um aft - an - inn — 1 „ 1 i 1 ii 1 , dag-inn ekk-i má — 1 i 1 ii ' 1 , harð-ur er raun-a hug —-^^^^ur-inn — 1 „ 1 i 1 ii 1 i hvild-ir kann ei fá — 1 i 1 ii 1 i Sami kliðurinn kemur í ljós í þjóðlaginu við þessa gömlu vísu (B. Þ., bls. 492), en það er jafnan sungið nokkuð á annan veg en það er prentað í þjóðlagasafninu. Þá mætti og nefna mörg dæmi úr nútíðar-kveðskap, meðal annars margar vísur í kvæðinu »Eggert Ólafsson* eftir M. Joch- umsson, t. d. þessa:

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.