Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1913, Síða 75

Skírnir - 01.12.1913, Síða 75
Ýmsar skoðanir á eðli rúmsins. 363 ■orðnar helmingi minni en þær eru nú, mundum vér aldrei að eilífu fá neitt um það að vita, og ekkert fremur þó að þær yrðu ekki orðnar nema miljónasti partur af því sem þær eru nú. Myndirnar í speglinum mundu svo sem telja sitt rúm óendanlegt engu síður en vér. Fjarlægðin inn til miðjunnar á radius kúlunnar mundi hjá þeim vera »óendanlega löng«. Þar er nefnilega »brenniflötur« kúl- unnar svonefndur, og fyrir utan hann eru allar myndirn- ar og komast aldrei að honum. Vegna »óendanleikans« gæti allur heimur okkar vel verið eins og ofurlítið úr, sem guð almáttugur gengi með í vestisvasanum. Lýsingin á þvi sem eg kalla eðli rúms vors, eins og vér hugsum oss það, er að miklu leyti getin í frumsetn- ingum Evkleidesar. Eg skal nú ekki fara langt út í þá sálma, en þó taka fram nokkur atriði. Vér segjum að þrjú séu stig rúms vors. Með því er eiginlega meint, að til þess að segja til hvar punktur sé í rúminu, þurfl þrjú mið. Þegar sjómaðurinn viil segja til þess, hvar hann hafi verið að fiski, tekur hann til tvö mið og getur þá hver sem miðin þekkir, farið nákvæm- lega á sömu stöðvar. Segi hann t. d. að Gróttuviti hafi borið við Keili og Engeyjarviti við Vífilsfell, hefir hann verið þar sem línan gegn um Gróttuvita og Keili sker línuna gegnum Engeyjarvita og Vífilsfell. Slík mið eru einnig lengd og breidd á jörðinni. Reykjavík er hér um bil á 64. stigi norðurbreiddar og 22. lengdarstigi vest- ur frá' Greenwich. Þegar sjómaðurinn á skipinu hefir fundið lengdarstig það og breiddarstig 3em hann er stadd- ur á, getur hann bent á punkt á kortinu og sagt: »þarna er eg«. Tvö mið duga sjómanninum, því að hann er bundinn við hafflötinn; en fuglinn i loftinu þyrfti þrjú mið. Honum dygði ekki að vita lengdar- og breiddarstig, hann þyrfti einnig að vita hæð sína yfir hafflötinn. Til þess að segja til hvar punktur sé í herberginu mínu, má t. d. segja að hann sé 1 m. frá austurvegg, l'/2 m.frá suður vegg og 2V2 m. frá gólfi. Þá er full-greinilega til hans sagt. Frumsetningar Evkleidesar eru svo gersamlega sam- grónar meðvitund vorri og hugsun, að engum manni kem-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.