Skírnir - 01.12.1913, Page 78
366
Ýmsar skoðanir á eðli rúmsins.
hann stendur í rauninni ekki á föstum punkti fremur en
A. öll jörðin og alt sólkerfið er nefnilega á hreyfingu,
og það verður ekki bent- á neinn »fastan punkt« í rúm-
inu. Það verður því að láta sér nægja að segja að þeir
hafi báðir jafnrétt, hvor frá sínu sjónarmiði. Þegar vér
tölum um »hraða«, án þess að tiltaka nákvæmar við hvað
miðað sé, meinum vér venjulega hraðann gagnvart þeim
föstu hlutum, sem kring um oss eru á yfirborði jarðar.
Á síðustu árum hefir nú sú kenning rutt sér til rúms,
að t í m i n n v æ r i afstæður; á sinn máta eins og
hraðinn; eins og A og B, sem hreyfast hvor gagnvart
öðrum, dæma ekki eins um hraðaeininguna, dæma þeir
ekki heldur eins um timaeininguna, sekúnduna. Sá mis-
munur er .þó svo lítill, að ekki verður komið við mæl-
ingu á honum, þar sem ekki er um meiri hraða að gera,
en vér gerum ráð fyrir hér á jörðunni. Mismunurinn er
nefnilega kominn undir hlutfalli þess hraða við ljóshrað-
ann, sem er 108001)0000 h eða 300000 km. á hverri sek.,
eins og hér um bil 7 sinnum kringum jörðina. Ástæðan
til þess að þessi kenning hefir komið fram er sú, að menn
gátu á engan hátt skilið niðurstöður af ýmsum tilraunum
um útbreiðslu ljóssins. Einkum er það ein tilraun, sem
próf. Miehelson í Chigago hefir gert, er sýnir það berlega,
að ljósið er jafnlengi að fara milli tveggja spegla, ef þeir
eru afstætt kyrrir, hvernig sem þeir snúa við hreyfingar-
stefnu jarðar; þetta er afar-undarlegt; það er nefnilega
auðvelt að sýna, að ljósið fer mismunandi vegalengdir,
eftir því hvernig speglarnir snúa við hreyfingarstefnunni.
Þetta er þó hægt að skýra með því að hugsa sér tímann
afstæðan, en afarörðugt á annan hátt.
En það er ekki eins saklaust eins og það lítur út fyrir,
að hugsa sér að tíminn sé afstæður i þessum skilningi.
Það hefir margar og miklar afleiðingar í för með sér, og
skal eg nú sýna eina, svo að lesendum mínum skiljist að
hér er ekki um smáræði að gera. Ein af frumreglum
hreyfingarfræðinnar er þessi: Ef líkami hreyfist þannig,
að hann er undir stöðugum áhrifum tiltekins krafts (sem