Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1913, Page 84

Skírnir - 01.12.1913, Page 84
372 Ritfregnir. tel eg víst, að kvæði eins og Ternpsá, Spánarvin, Svanur, Pundið, Hafís, Tínarsmiðjur o. fl. o. fl. lifi jafnlengi og íslenzk tunga verð- ur lesin. Með hverju slíku kvæði finst mér birta yfir framtíð ís- lenzkra bókmenta, n/r dagur renna. Hér er íslenzkan and'nrein og ættgöfug og »máttug í eðli«. Og svo mikil er hugmyndagnótt skáldsins, svo tiltækar eru honum frumbornar samlíkingar, að oft rekur hvert óvænt smiðshöggið annað gegnum heil kvæði. Einar Benediktsson er Væringinn meðal íslenzkra skálda. Hann hefir farið víðar, séð ag heyrt fleira en önnur skáld vor, og hann hefir á ferðum sínum höggvið strandhögg og numið nesnám í útlendum yrkisefnum. Með þeim hætti hefir andi hans auðgast og fengið gull í nýja strengi á hörpuna. Eu loksins verða gömlu streng- irnir afbrýðissamir: »Falla tímans voldug verk varla falleg baga. Snjalla ríman stuðla-sterk stendur alla daga«. Ómar rímnalaganna gömlu koma og ásækja hann : Enn á hann eftir að stíga erfiðasta dansinn sem íslenzkan á til. Hann skorast ekki undan og stígur dansinn létt og skörulega. Hann kveður langa sléttubandarímu um endalok íslendingabygðar á Grænlandi, og er auðfundið að undir býr söknuður yfir því að íslenzk menning og kjarkur skyldi þar verða ofurliði borin. Formálinn fyrir bókinni er allur til vegsemdar rímunum, og eggjan til alþýðunnar um að láta hina þjóðlegu braglist ekki niður falla. Það er engin smáræðis trú sem Einar Benediktsson hefir á íslenzku þjóðerni. Hann segir meðal annars: »Heimurinn stendur gáfumönnum Islands opinn og alt það, sem afstaða lands vors, upp- runi og saga þjóðarinnar og síðast enn ekki sízt, vort sterka, fagra mál gefur Væringjum landsins í veganesti, er ekki lítils vert. Fá þjóðerni munu búa börn sin betur úr garði — og ef til vill mun hvergi jafn smáum hóp ætlað svo mikið að vinna«. Ekki er sá maður óþakklátur sonur þjóðar sinnar er svo mælir, enda er sá venjulega þakklátastur öðrum er mest gefur sjálfur, og enginn íslendingur gefur nú fóstru sinni dýrari gimsteina en Einar Benediktsson. G. F.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.