Skírnir - 01.08.1916, Side 5
Skírnir].
Snorri Sturluson.
22»
var goðinn og höfðinginn, lendur maður og skutilsveinn,.
— átti ef til vill eftir að verða Snorri j a r 1.
Hefði Snorri framar öðru kosið sér næði til ritstarfa
sinna, hefði æfi hans orðið öll önnur. Hann fékk með
kvonfangi sinu óðal og auð fjár rúmlega tvítugur, og þrátt
fyrir róstur Sturlungaaldarinnar er sennilegt, að hann
hefði getað setið nokkurn veginn óáreittur á Borg, ef
hann hefði viljað. Arfur Herdísar konu hans var ótvíræð
eign hans, og hefði hann ekki gert neitt til þess að brjóta
af sér hylli Oddaverja og frænda sinna, átti hann þar
athvarf gegn ágengni manna.
En því fer fjarri, að Snorri gerði sig ánægðan með
þau mannaforráð og átta hundruð hundraða, sem kvon-
fangið lagði upp í hendurnar á honum. Viðleitni hans að
auka auð sinn og völd gengur eins og rauður þráður
gegnum æfisögu hans. Hann nær smátt og smátt undir
sig öllum mannaforráðum í Borgarfirði og á Suðurnesjum,.
Snorrungagoðorði fyrir vestan, hálfu Eyvellingagoðorði í
Húnaþingi og að nafninu til hálfum öBum goðorðum As-
birninga fyrir norðan land. Hann auðgar sig á samning-
um sínum við Pál prest í Reykjaholti og þó mest á helm-
ingarféiaginu við Hallveigu Ormsdóttur. Hafði Snorri þá
miklu meira fé en nokkur annar maður á Islandi. Og þó
að Snorri hefði margt af þessu fram með samningum, þá
hikaði haiin heldur ekki við að hefja langar og harðar
deilur, eins og síðar mun nánar getið. Enda voru sumir
samningar hans ekki hættulausir, og svo sagði Þórður
bróðir hans um félagið við Hallveigu, »að hann lézt ugga,
að hér af mundi honum leiða aldurtila, hvort er honum
yrði að skaða vötn eða menn« (Sturl. II, 127).
Þegar dæma á um sumt í fari Snorra, eins og t. d.
fégirni hans, verður sífelt að hafa það í huga, að hún er
ekki annað en einn þáttur í baráttu hans fyrir aðaltak-
marki sínu. Það var ekki rithöfundurinn Snorri, sem var
fégjarn, heldur höfðinginn Snorri. Og þetta er sitthvað.
Ágirndin er blettur á manni, sem stendur í þjónustu rík-
isins eða almennra hugsjóna, þvi að þá sundrar hún per-