Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1916, Síða 5

Skírnir - 01.08.1916, Síða 5
Skírnir]. Snorri Sturluson. 22» var goðinn og höfðinginn, lendur maður og skutilsveinn,. — átti ef til vill eftir að verða Snorri j a r 1. Hefði Snorri framar öðru kosið sér næði til ritstarfa sinna, hefði æfi hans orðið öll önnur. Hann fékk með kvonfangi sinu óðal og auð fjár rúmlega tvítugur, og þrátt fyrir róstur Sturlungaaldarinnar er sennilegt, að hann hefði getað setið nokkurn veginn óáreittur á Borg, ef hann hefði viljað. Arfur Herdísar konu hans var ótvíræð eign hans, og hefði hann ekki gert neitt til þess að brjóta af sér hylli Oddaverja og frænda sinna, átti hann þar athvarf gegn ágengni manna. En því fer fjarri, að Snorri gerði sig ánægðan með þau mannaforráð og átta hundruð hundraða, sem kvon- fangið lagði upp í hendurnar á honum. Viðleitni hans að auka auð sinn og völd gengur eins og rauður þráður gegnum æfisögu hans. Hann nær smátt og smátt undir sig öllum mannaforráðum í Borgarfirði og á Suðurnesjum,. Snorrungagoðorði fyrir vestan, hálfu Eyvellingagoðorði í Húnaþingi og að nafninu til hálfum öBum goðorðum As- birninga fyrir norðan land. Hann auðgar sig á samning- um sínum við Pál prest í Reykjaholti og þó mest á helm- ingarféiaginu við Hallveigu Ormsdóttur. Hafði Snorri þá miklu meira fé en nokkur annar maður á Islandi. Og þó að Snorri hefði margt af þessu fram með samningum, þá hikaði haiin heldur ekki við að hefja langar og harðar deilur, eins og síðar mun nánar getið. Enda voru sumir samningar hans ekki hættulausir, og svo sagði Þórður bróðir hans um félagið við Hallveigu, »að hann lézt ugga, að hér af mundi honum leiða aldurtila, hvort er honum yrði að skaða vötn eða menn« (Sturl. II, 127). Þegar dæma á um sumt í fari Snorra, eins og t. d. fégirni hans, verður sífelt að hafa það í huga, að hún er ekki annað en einn þáttur í baráttu hans fyrir aðaltak- marki sínu. Það var ekki rithöfundurinn Snorri, sem var fégjarn, heldur höfðinginn Snorri. Og þetta er sitthvað. Ágirndin er blettur á manni, sem stendur í þjónustu rík- isins eða almennra hugsjóna, þvi að þá sundrar hún per-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.