Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1916, Page 12

Skírnir - 01.08.1916, Page 12
236 Snorri Sturluson. [Skirnir, meðan þau lifðu bæði og áttu börn saman, en ekkert þeirra lifði. I þessum málum sést greinilega, hvernig andstæðar hvatir berjast í Snorra. Solveig hrífur hug hans, og við skiftin heldur hann fram hag hennar, sem hann hefir ætl- ast til, að yrði með tímanum sinn eiginn hagur. En hvers vegna biður hann hennar ekki þegar í stað? Ástæðan getur varla verið önnur en sú, að þá hefði hlutdrægnin við skiftin orðið berari. Snorri vill sneiða hjá dómum manna. Svo kemur Sturla og verður fyrri til. Snorri situr eftir með sárt ennið. Hann hafði verið of eigingjarn til þes8 að vera réttlátur, en á hinn bóginn of hörund- sár til þess að færa sér gerðir sínar að fullu í nyt. En hann finnur sárabætur. Þó að búningur Hallveigar særði fegurðarsmekk hans, þá varð auður hennar yfirsterkari, svo að hann gat sætt sig við það kvonfang í stað Solveigar. Þegar Snorri bjóst til að flytja búferlum frá Borg að Reykjaholti, dreymdi heimamann hans, er Egill hét Hall- dórsson og var af ætt Mýramanna — »að Egill Skalla- grímsson kæmi að honum og var mjög ófrýnlegur. Hann mælti: »Ætlar Snorri frændi vor í brott héðan?« »Það er mælt«, segir Egill. »Brott ætlar hann«, segir draum- maðurinn, »og það gerir hann illa, því að lítt hafa menn setið yfir hlut vorum Mýramanna, þá er oss tímgaðist,. og þurfti hann eigi ofsjónum yfir þessu landi að sjá (o i líta smáum augum á). En þó er svo sem eg segi þér, að Seggr sparir sverði at höggva snjóhvítt er hlóð lita; skæruöld gátum1) skýra, skarpr brandr fekk mér landa, skarpr hrandr fekk mér landa“. Og sneri þá brott. En Egill vaknar (Sturl. II, 30—31). Eg skal ekki leiða neinum getum að þvi, hvort Egil á Borg hefir dreymt draum þennan nákvæmlega í þessarí ’) Svo Finnur Jónsson í Skjaldedigtningen.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.