Skírnir - 01.08.1916, Qupperneq 12
236
Snorri Sturluson.
[Skirnir,
meðan þau lifðu bæði og áttu börn saman, en ekkert
þeirra lifði.
I þessum málum sést greinilega, hvernig andstæðar
hvatir berjast í Snorra. Solveig hrífur hug hans, og við
skiftin heldur hann fram hag hennar, sem hann hefir ætl-
ast til, að yrði með tímanum sinn eiginn hagur. En hvers
vegna biður hann hennar ekki þegar í stað? Ástæðan
getur varla verið önnur en sú, að þá hefði hlutdrægnin
við skiftin orðið berari. Snorri vill sneiða hjá dómum
manna. Svo kemur Sturla og verður fyrri til. Snorri
situr eftir með sárt ennið. Hann hafði verið of eigingjarn
til þes8 að vera réttlátur, en á hinn bóginn of hörund-
sár til þess að færa sér gerðir sínar að fullu í nyt. En
hann finnur sárabætur. Þó að búningur Hallveigar særði
fegurðarsmekk hans, þá varð auður hennar yfirsterkari,
svo að hann gat sætt sig við það kvonfang í stað Solveigar.
Þegar Snorri bjóst til að flytja búferlum frá Borg að
Reykjaholti, dreymdi heimamann hans, er Egill hét Hall-
dórsson og var af ætt Mýramanna — »að Egill Skalla-
grímsson kæmi að honum og var mjög ófrýnlegur. Hann
mælti: »Ætlar Snorri frændi vor í brott héðan?« »Það
er mælt«, segir Egill. »Brott ætlar hann«, segir draum-
maðurinn, »og það gerir hann illa, því að lítt hafa menn
setið yfir hlut vorum Mýramanna, þá er oss tímgaðist,.
og þurfti hann eigi ofsjónum yfir þessu landi að sjá (o i
líta smáum augum á). En þó er svo sem eg segi þér, að
Seggr sparir sverði at höggva
snjóhvítt er hlóð lita;
skæruöld gátum1) skýra,
skarpr brandr fekk mér landa,
skarpr hrandr fekk mér landa“.
Og sneri þá brott. En Egill vaknar (Sturl. II, 30—31).
Eg skal ekki leiða neinum getum að þvi, hvort Egil
á Borg hefir dreymt draum þennan nákvæmlega í þessarí
’) Svo Finnur Jónsson í Skjaldedigtningen.