Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1916, Page 19

Skírnir - 01.08.1916, Page 19
Skírnir]. Snorri Sturluson. 243 menn það, að Sturla er oft óbilgjarn um manndrápin: en fleiri menn kunna að láta drepa menn en Sturla; og það 8egi eg þér, Böðvar, ef Sturla lætur drepa einn mann fyrir Páli, að drepa skal eg láta þrjá menn fyrir Sturlu« (Sturl. I, 152). Þetta er ekki sagt í anda Snorra Sturlu- sonar. Ástæðurnar voru lika aðrar. Jón sat á ættleifð for- feðra sinna, vald hans á þingi og í héraði stóð á gömlum merg, þingmenn hans voru fæddir fylgismenn hans og allur landslýður viðurkendi ríki Oddaverja. Jón gat látið sér nægja það vald, sem hann var borinn til. Þó að vel væri í garðinn búið fyrir Snorra með kvonfangi hans, var hann þó nýr maður í Borgarfirðinum og festir þar aldrei rætur, eins og sést á því, að hann yfirgefur ríki sitt þar varnarlaust. Auk þess þóttist Snorri þurfa að auka vald sitt, en með ásælni sinni egndi hann menn á móti sér. Tímarnir voru breyttir. Á dögum Jóns léku engin tvímæli á, hver voldugastur var. Nú tekur að koma meiri hreyfing á og margir höfðingjar berjast um völdin. Og lifsskoðun og siðferði Sturlungaaldarinnar er alt i mol- um, hið forna siðferði virðist vera í dauðateygjunum og hið nýja í svefnrofunum. Menn breyta ekki eftir megin- setningum og íhuguðu ráði, heldur geðþótta og geðbrigðum. Enginn gjörvuleiki virðist fieyta mönnum ósködduðum gegn- um þetta brim. Atgervi Sighvats, Sturlu og Þorgils skarða bjarga þeim ekki frá falli, og vit og ríki Gissurar getur ekki afstýrt Flugumýrarbrennu. Þannig er það vopnið, sem Snorri átti bitrast, hyggindin og slægvizkan, deyft í hendi honum. Hér verður að drepa á tvö atriði í einkalífi Snorra sem mjög koma við skapferlisþroska hans, nefnilega trú hans og heimilislíf. Það hefir lengi verið hald manna, að Snorri hafi verið lítill trúmaður, og í sagnaritun sinni farið svo langt sem honum fært þótti í því að sleppa helgisögum og jarteinum eða skýra þær á eðlilegan hátt. En því hefir nýlega verið> 16*
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.