Skírnir - 01.08.1916, Qupperneq 26
250
Snorri Sturluson.
[Skírnir.
beinn gengur að því, »að Snorri ekyldi eiga helming goð-
orða þeirra, er Kolbeinn átti að réttu, en Kolbeinn skyldi
með fara og veita Snorra á þingum; Kolbeinn skyldi og
gjalda fé nökkut, ef Snorri viJdi heimta*. í raun réttri
var þetta fullkominn ósigur fyrir Snorra. Kolbeinn gerði
sig skömmu síðar beran að fjandskap við hann og varð
honum aldrei að neinu liði.
Og ekkert sýnir betur, hve rótlaust ríki Snorra var,
en þegar hann flýr úr Borgarfirðinum undan þeim Sig-
hvati og Sturlu og gefur þar upp öll yfirráð sín, án þess
að reyna að veita viðnám.
V.
Um Snorra hafa verið feldir mjög misjafnir dómar,
■og er það engin furða. Hann er sjálfur marghliða, svo
að ef menn reyna að leggja aðaláherzluna á eina hliðina,
geta ýmsar orðið uppi. Og sjónarmiðin eru mörg, og dóm-
arnir misjafnir eftir því, hvert þeirra er valið.
Ef líta skal á Snorra frá siðferðislegu sjónarmiði, þá,
ber þess fyrst að gæta, að hugsunin um gott og ilt, rétt
og rangt, hefir ekki verið rík í honum. Hjá sumum mik-
ilmennum er sú hugsun þungamiðja persónunnar, og það
sjónarmiðið því eðlilegast, þegar á að dæma þá. En á
Sturlungaöldinni voru skoðanir íslendinga á trúmálum og
siðferði yfirleitt mjög á reiki, og auk þess var Snorri að
upplagi fjöllyndur og listrænn í skapi, og lítt fallinn til
þess að binda sig við fastar meginreglur í hugsun og
breytni. Þetta hlutleysi í siðferðismálum hafði ýmsar af-
leiðingar. Það var eitt af því, sem gerði óhlutdrægni
beztu sagnaritara vorra mögulega, en það stuðlaði líka að
hnignun þjóðarinnar. En það er -samtímans sök, sem ekki
getur bitnað á Snorra einum.
Og á öllum öldum gildir það, að sami eiginleikinn
getur sprottið upp af ýmsum rótum, og orðið fyrir mis-
jöfnum dómum eftir uppruna. Og hann getur líka eftir
umhverfi og atvikum snúist upp í kost eða löst. Jafnvel
sami eiginleikinn getur verið bæði kostur og löstur á