Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1916, Blaðsíða 30

Skírnir - 01.08.1916, Blaðsíða 30
254 Snorri Sturluson. [Skirnir.. sjálfstæði voru þá aðrar en nú, og þegar Snorri bar sam- an ástandið á Islandi og í Noregi, gat sú hugsun orðið ofan á, að landinu væri fyrir beztu að komast undir kon- ung. Og þegar við þetta bætíist, að það var vegurinn upp í jarlssætið fyrir hann sjálfan, er ekki undarlegt, þó að hann léti bugast af fortölum þeirra Skúla. En á ís- landi heíir Snorri líklega litið öðruvísi á þetta mál, enda skildi hann það flestum betur, er hann íhugaði það í tómi,.. og ber ræða Einars Þveræings þess ljósastan vott. En hverjar sem hugsanir Snorra hafa verið í þessu efni, þá gerði hann aldrei neitt til þess að efna heit sín. Enda átti hann allajafna nóg með að verja sitt eigið ríki, Þeir Hákon og Skúli hafa líka varla búist við miklu. Jón murtur kemur fljótt aftur úr gislingunni. í raun og veru mátti boð Snorra vera þeim kærkomið yfirvarp til þess að hætta við herferðina til íslands, sem var hættulegt fyrirtæki og vafasamt, hvað úr yrði. Snorri hefir haft flest af því til að bera, sem gat gert hann skemtilegan í framgöngu og þægilegan í viðmóti. Mislyndi hans hefir að vísu getað verið óþægilegt í sam- búð, en við gesti sína hefir hann verið glaður, og skap hans var ekki örðugra en svo, að hann hefir átt gott með að laga sig eftir öðrum. Þegar menn hittu hann sjálfan að máli, var hann oftast sveigjanlegur. Hann hefir líka verið gestrisinn og haft yndi af margmenni og ölteiti. Og um tal hans er óþarfi að leiða getum, því að rit hans bera þar órækt vitni. Þar hafa haldist í hendur fróðleik- ur og vit, gaman og alvara. Gylfaginning gefur líklega ljósasta hugmynd um þá hlið hans. Það er því engin furða, þó að Snorri væri vinsæll af mönnum sínum og þeim, sem verið höfðu gestir hans, Skal þess eins hér getið, að Ormur stjúpsonur hans vill ekki vera í fjörráðum við hann, þó að hann þættist rang- indum beittur (Sturl. II, 350), og Sturla Þórðarson lætur son sinn heita Snorra, þykist skyldur að hefna hans og. vill í hvívetna bera honum vel söguna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.