Skírnir - 01.08.1916, Side 43
'Skirnir].
Traust.
267
»Það eru tvennar dyr á húsinu. Eg flýti mér ofan
• og út um aðrar þegar hann fer inn um hinar<.
Þau kvöddust. Hún vatt sér út. Hann heyrði talað
í digrum róm niðri. Svarað var í mjóum. Hann heyrði
ýskra í hurð nærri. Síðan þungt fótatak i stiganum, þá
á ganginum. Komumaður opnaði hurðina og gekk inn.
Hann var hár og þrekinn, alskeggjaður og veðurtekinn.
»Sælir«, sagði hann og leit fast á Kristján. Síðan
lokaði hann hurðinni. »Eruð það þér, sem hafið flekað
fósturbarn mitt?«
Kristján hafði staðið upp og horfði djarflega upp í
imóti komumanni. Svo sagði hann stillilega:
»Aður en eg svara þessu vil eg spyrja: Hver eruð
|)ér og hvað viljið þér hingað?«
Hinn gekk nær. Sterka vinlykt lagði af honum.
»Nú, þér ættuð að vita það. Kannske þér hafið marg-
ar í takinu? Jæja, nafn mitt er Gísli Jónsson frá
Hvammi*.
»Það gleður mig að kynnast yður«.
»Erindið er blátt áfram að láta yður vita, að þér
þurfið ekki að hugsa til hjúskapar við Stínu mína. Henni
er alt annað fyrirhugað en að lenda í klóm Reykjavíkur-
spjátrunga. Eg hefi það eins og mér sýnist*.
»Hægan, hægan. Heyrið þér, viljið þér ekki setjast
niður? Gerið svo vel, hérna er stóll. Viljið þér ekki
glas af vatni?«
»Drektu vatn þitt sjálfur. Sæti þarf eg ekki, hefi
ekki svo langa dvöl hér«.
»En þetta mál þarf að ræða með stillingu. Þér vað-
ið hér inn, berið stórsakir á mann, sem þér hafið aldrei
séð fyr, og takið yður vald, sem þér eigið ekkert með.
Hvað stúlkuna snertir, ja, þá giftist hún þeim, sem hún
vill sjálf. Þar ráðið þér engu um. Hún er myndug.
Getið þér snúið hug hennar, þá megið þér það ef þér
getið. Reynið að kaupa hana. Þér um það. En meðan
nokkur ærlegur blóðdropi er í mér, skuluð þér ekki neyða
hana til neins«.