Skírnir - 01.08.1916, Side 46
270
Traust.
[Skírnir.
»Sagði hann að hún væri lofuð öðrum?*
»Já, líklega gætnum og reyndum bónda, dálítið loðn-
um um lófana, býst eg við«.
»Þú gerir háð að þessu öllu. Hvað sagðir þú svo?«
»Eg — eg gekk upp i þinn stað og varði málið eina
og eg mundi hafa gert fyrir sjálfan mig«.
»En svo hefir alt orðið ljóst á eftir?«
»Nei. Hann fór með þeirri sannfæringu, að hann<
hefði átt tal við þig«.
»En hvað sagðir þú þá?«
»Eg sagði að hann mætti taka stúlkuna ef hann gæti,
Peningana mætti hann sjálfur eiga. Þó hún hefði átt tíu
kæi’asta uppi í sveit, þá varðaði mig ekkert um það«.
»Þú hefir sagt mikið«.
»Sé því þannig varið í raun og veru, verð eg ekki’'
maður þar á milli«.
»Að því er eigurnar snertir. Ja — eg játa það, að
eg taldi það víst, að hún mundi erfa karlinn. Nú, haldi
hún sín orð, þá held eg mín. Kjósi hún mig fremur en
auðinn, þá kasta eg henni ekki út á klakann«.
»En eg sagði meira. Eg fullyrti að þessi trúlofunar-
saga væri ósönn. Að hún mundi aldrei láta peningana
freista sín eitt augnablik. Eg ögraði honum að gera þa&
sem hann gæti«.
Um þetta veizt þú ekkert. Þú sem ekki þektir hana
neitt. Eg sjálfur . . . .«
Áður en hann endaði setninguna, var hurðinni hrund-
ið upp og Kristín snaraðist inn á gólfið. Hún var fölr
augun herðleg og titringur um munninn. Hún henti gull-
hring á borðið, sneri sér að Friðrik, sem stóð hissa með
hálfopinn munn.
»Eg hefi heyrt alt og skal losa þig við allan vafa.
Ást þín er líklega jafn haldgóð og traust þitt. Haf þú
hring þinn og frændi auð sinn. Eg kemst af án ykkar
beggja. En yður«, sagði hún og sneri sér að Kristjáni
með ljómandi augum. »Yður þakka eg traust yðar á-
ókunnri stúlku. Þvi skal eg ekki gleyma«.