Skírnir - 01.08.1916, Síða 58
■282
Benrögn.
[Skírnir.
■'Og seinna (bls. 352) er því lýst, hvernig megi með kera
eða kanna greina, hvernig sárum sé háttað.
Það má af þessu og þvílíku ráða, að fornmenn þektu
allvel líkamsbygginguna eða að minsta kosti engu síður en
vanir slátrarar þekkja, hvernig sauðkindin er sköpuð. Og
ekki hafa þeir aflað sér þeirrar þekkingar með neinu bóka-
grúski, heldur af eigin sjón og reynd á sjálfum blóðvell-
inum.
Sárin í fornaldarbardögunum voru aðal-
lega tvenns konar — stungusár eða h ö g g s á r.
Stungusárin orsökuðust af skot- og lagvopnum o: örv-
um, gaflökum, spjótum, atgeirum o. fl., en höggsárin af
sverðum, söxum, öxum, atgeirum og öðrum vopnum, sem
beita mátti jafnt til höggs og til að leggja með, eins og
t. d. bryntröllum og brynþvörum.
Stungusárin voru venjulega langtum minni til-
sýndar en önnur sár, en þau voru yfirleitt dýpri, og þess
vegna hættulegri, að þau gengu jafnaðarlega á hol. Þó
örvarnar væru mjóar og litlar fyrirferðar urðu þær mörg-
um að bana, ekki sízt ef þær voru skotnar af boga Gunn-
ars eða Einars Þambaskelflr. Spjótsár voru mjög hættu-
leg, ef spjótinu var skotið eða því fylgt af nægu afli til
lags. Það er algengt að lesa um það í sögunum, að spjót
verði mönnum að bana. Nægir að minna á þegar Ingj-
aldur á Keldum skýtur spjótinu yfir Rangá og í gegnum
einn af mönnum Flosa. Eða t. d. þegar Kári skýtur
Eyjólf Bölverksson (»hvar er nú hann Eyjólfur, ef þú vilt
launa honum hringinn?« segir Þorgeir skorargeir við
Kára) og gekk spjótið óðara í gegnum Eyjólf.
Margir fornmenn notuðu spjótin eingöngu sem lag-
vopn og skutu þeim ekki. Atgeirarnir, sem liktust breið-
um spjótum, voru oftast notaðir líka til að leggja með,
en stundum var þeim skotið sem spjótum eða höggvið
með þeim. Gunnar vegur menn upp á atgeirnum eins og
t. d. Þorgeir Otkelsson, sem hann slöngvaði síðan út á
Rangá (Nj. bls. 165). Þetta þótti vasklega gjört og víðar
til þess tekið en í Njálu, að lyfta þannig þungum mót-