Skírnir - 01.08.1916, Side 59
: Skírnir].
Benrögn.
283
stöðumanni hátt á loft »og sæfa hann á spjótinu« (sbr.
Þórólf Kveldúlísson, er hann drepur jarlinn. Egilss. bls.
139). Hins vegar er þess getið um ölvi barnakarl og hon-
um til vegsauka, að hann »lét eigi henda börn á spjóts-
oddum, sem þá var víkingum títt; því var hann barnakarl
ikallaður«.
„Flugu höggvin hræ
Hallvarðs á sæ“,
kvað Skallagrímur, er hann hafði slöngvað Hallvarði snar-
fara á bryntröllinu útbyrðis. Það er auðséð á sögunum,
að söguritarinn leikur sér stundum að því, að útmála hve
hönduglega köppunum ferst að koma fjendum sínum fyrir
kattarnef, líkt og Hómer er vanur að gjöra, sbr. t. d.
Ilionskviðu VIII, bls. 26.
»Meriones lagði spjóti til Adamants og kom lagið milli
hræranna og naflans, þar sem er sárastur höggstaður á
vesölum mönnum. Þar rak hann spjótið í hann, en Ada-
mant féll við skotið og spriklaði á spjótinu, svo sem uxi
sá er nautamenn hefta með valdi nauðugan uppi á fjöll-
um og leiða með sér; svo spriklaði hann þá er hann
fékk lagið«.
Fljótsdælasaga (bls. 123—24) segir t. d. frá kynlegu
spjótsári: »Þórður skarfur sótti upp í snjóskaflinn at Helga
Droplaugarsyni, ok er hann kom í skaflinn, skaut Helgi
til hans milli fótanna ok í gegnum kyllinn, en spjótit festi
í skaflinum, ok hékk hann þar á skaflinum allan daginn«.
Fornmenn hafa verið athugulir um sár, og reynt að
kynna sér ýms einkenni, er sýndu, hve hættuleg þau voru.
Allir kannast við söguna af konunni á Stiklastöðum,
sem rannsakaði, hvort sárin væru á hol, með því að gefa
sárum mönnum laukgraut að eta »því at kenndi af lauk-
inum í sárinu, ef á hol var«. Þormóður þáði ekki graut-
inn hjá henni og mælti: »eigi hef ek grassótt«.
Bæði í Fóstbræðrasögu og víðar er þess getið, að »léti
Jhátt í holsárum manna« og talað um dyn sára. Þess
konar sár þóttu ægileg og illlæknandi, enda hafa það