Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1916, Page 59

Skírnir - 01.08.1916, Page 59
: Skírnir]. Benrögn. 283 stöðumanni hátt á loft »og sæfa hann á spjótinu« (sbr. Þórólf Kveldúlísson, er hann drepur jarlinn. Egilss. bls. 139). Hins vegar er þess getið um ölvi barnakarl og hon- um til vegsauka, að hann »lét eigi henda börn á spjóts- oddum, sem þá var víkingum títt; því var hann barnakarl ikallaður«. „Flugu höggvin hræ Hallvarðs á sæ“, kvað Skallagrímur, er hann hafði slöngvað Hallvarði snar- fara á bryntröllinu útbyrðis. Það er auðséð á sögunum, að söguritarinn leikur sér stundum að því, að útmála hve hönduglega köppunum ferst að koma fjendum sínum fyrir kattarnef, líkt og Hómer er vanur að gjöra, sbr. t. d. Ilionskviðu VIII, bls. 26. »Meriones lagði spjóti til Adamants og kom lagið milli hræranna og naflans, þar sem er sárastur höggstaður á vesölum mönnum. Þar rak hann spjótið í hann, en Ada- mant féll við skotið og spriklaði á spjótinu, svo sem uxi sá er nautamenn hefta með valdi nauðugan uppi á fjöll- um og leiða með sér; svo spriklaði hann þá er hann fékk lagið«. Fljótsdælasaga (bls. 123—24) segir t. d. frá kynlegu spjótsári: »Þórður skarfur sótti upp í snjóskaflinn at Helga Droplaugarsyni, ok er hann kom í skaflinn, skaut Helgi til hans milli fótanna ok í gegnum kyllinn, en spjótit festi í skaflinum, ok hékk hann þar á skaflinum allan daginn«. Fornmenn hafa verið athugulir um sár, og reynt að kynna sér ýms einkenni, er sýndu, hve hættuleg þau voru. Allir kannast við söguna af konunni á Stiklastöðum, sem rannsakaði, hvort sárin væru á hol, með því að gefa sárum mönnum laukgraut að eta »því at kenndi af lauk- inum í sárinu, ef á hol var«. Þormóður þáði ekki graut- inn hjá henni og mælti: »eigi hef ek grassótt«. Bæði í Fóstbræðrasögu og víðar er þess getið, að »léti Jhátt í holsárum manna« og talað um dyn sára. Þess konar sár þóttu ægileg og illlæknandi, enda hafa það
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.