Skírnir - 01.08.1916, Side 61
:Skírnir].
Benrögn.
285
inn brast i sundr allr og rifnaði upp i gegnum herðuna. Skallagrímr
: sá i eggina ok ræddi ekki um“.
S v e rð i n voru langalgengustu vopnin í fornöld.
Þess vegna sárin undan sverðunum algengust eins og
riffilsárin nú á tímum.
Venjulegu sárin munu hafa verið hruflur einar og
svöðusár. Bitlítil sverð og axir hafa oftar marið hold og
bein en skorið djúpt inn, því klæðnaður og stundum hlíf-
ar voru yzt. Þess konar áverkar gátu verið óþægilegir,
þó ekki væru þeir lífskæðir, nema ef höfuðið varð
fyrir þeim.
En þegar höggvopnin bitu vei, þá ollu þau djúpum
og flakandi sárum, sem blæddi úr. Og þar sem fæstir
kunnu í þá tíð að binda um sárin og stöðva blóðrásina,
þá var venjulega dauðinn vís, ef einhver lífæð var skorin
og spýtti. Og þó ekki væri um stærri slagæð að ræða
en æðina ofan við úlnliðinn (púlsæðina), þá varð það
mönnura að bana, ef hún varí sundur (Sturl. II 157), hvað
þá heldur ef um stærri æðar var að ræða.
Þegar höggvið er með bitlitlu vopni, fer oft svo, að
æðarnar höggvast ekki beinlínis í sundur, heldur togna
og slitna, en við það snýst upp á æðarstúflnn, svo að rás-
in stiflast. Þetta hefir sennilega átt sér stað eigi ósjaldan
í fornöld, og fyrir það hafa sumir karlarnir bjargast af,
eins og t. d. Þórir víðleggur, Önundur tréfótur, Þorleifur
kimbi o. fl., sem létu fót sinn, en urðu græddir. Spýti
jafndigur æð og læræðin óhindrað, líða að eins nokkrar
mínútur unz manni blæðir til ólifis. En til voru menn og
konur, sem kunnað hafa að binda um sár svo, að blóðrásin
stöðvaðist að mestu.
Daglegur vopnaburður og æfingar frá barnsaldri hlutu
að gjöra fornmenn vopnfima mjög. Ekki vantar dæmin
í sögunum um hve knálega margir kunnu að beita sverð-
um, .sínum. En »mörgu er logið milli búrs og eldhúss«,
hvað þá heldur við munnmælasögur mann fram af manni
í mörg hundruð ár.